fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Fókus

Stefán Karl lagður inn á sjúkrahús um helgina

Mein sem veldur þrengingum í gallvegi og brisgöngum fannst – Gengst undir aðgerð 4. október

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2016 19:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson var lagður inn á sjúkrahús um helgina vegna alvarlegra veikinda. Eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún að mein sem veldur þrengingum í gallvegi og brisgöngum hafi fundist en ekki er vitað á þessari stundu hvort meinið er illkynja eða góðkynja.

Stefán Karl mun gangast undir skurðaðgerð þann 4. október næstkomandi þar sem meinið verður fjarlægt. Steinunn Ólína segir að aðgerðin sem hann muni undirgangast, ef allt fer að óskum, sé flókin og vandasöm og að eftir hana taki við langt bataferli og lyfjameðferð ef þörf krefur.

„Góðu fréttirnar eru að ekki virðast vera nein merki um mein í öðrum líffærum á þessum slóðum eða annars staðar í líkamanum. Stefán er ungur og hraustur, aðeins 41 árs gamall, og það telst honum til tekna við þessar aðstæður svo að vonandi gengur þetta eins og ráðgert er,“ segir Steinunn Ólína sem bætir við að þessi tíðindi séu reiðarslag.

„Stefán er í góðum höndum færra lækna hér á Landspítalanum, með frábæran skurðlækni sem við erum heppin að enn er starfandi á Íslandi. Stefán liggur í Arionbankarúmi og með Lionsklúbbs-sjónvarp sér til skemmtunar 😉 Þökk hafi styrktaraðilar heilbrigðiskerfisins fyrir sínar gjafir því annars lægi fólk hér bara á gólfinu, horfandi í gaupnir sér. Hjúkrunarfræðingar og allt starfsfólk hér er svo elskulegt og gott við okkur að það hálfa væri nóg,“ segir Steinunn í opinni færslunni á Facebook.

„Við hjónin erum þeirrar gerðar að við eigum fáa nána vini en fjölmarga góða kunningja og við höfum reynt að láta sem flesta vita svo koma megi í veg fyrir flóknar furðusögur um veikindi eða ástand Stefáns, ég segi þetta að gefnu tilefni vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum í dag. Stefán er þjóðþekktur maður og mörgum þykir vænt um hann, veit ég, og því er eflaust bara affarasælast að þessar fregnir komi frá fyrstu hendi,“ segir Steinunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ævintýraleg samgöngusaga Norður Kóreu – Stærsti bílaþjófnaður sögunnar, heimsins versta flugfélag og kynþokkafyllsta umferðastjórnunin

Ævintýraleg samgöngusaga Norður Kóreu – Stærsti bílaþjófnaður sögunnar, heimsins versta flugfélag og kynþokkafyllsta umferðastjórnunin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aldís Gló málar það sem aldrei mátti ræða eftir gosið í Eyjum – „Það var litið á þennan hóp sem þurfalinga, flóttamenn á matarmiðum frá hinu opinbera“

Aldís Gló málar það sem aldrei mátti ræða eftir gosið í Eyjum – „Það var litið á þennan hóp sem þurfalinga, flóttamenn á matarmiðum frá hinu opinbera“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hönnuður stjarnanna sætir harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingarherferð

Hönnuður stjarnanna sætir harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingarherferð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur

Sökuð um að blekkja aðdáendur og sviðsetja myndatökur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag

Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birgitta Líf og Enok bruna niður brekkurnar í ítölsku Ölpunum

Birgitta Líf og Enok bruna niður brekkurnar í ítölsku Ölpunum