fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Frönsku forsetahjónin heita því að sanna að forsetafrúin sé líffræðileg kona

Fókus
Fimmtudaginn 18. september 2025 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsku forsetahjónin Emmanuel og Brigitte Macron standa nú í málaferlum gegn áhrifavaldinum Candace Owens. Owens heldur því fram að Brigitte Macron sé trans kona og segist vera tilbúin að leggja orðspor sitt að veði í málinu. Macron-hjónin segjast þó ekki hafa nokkuð að fela. Þau hafa stefnt Owens í meiðyrðamáli og hafa nú boðað „vísindalegar sannanir“ fyrir kyni forsetafrúarinnar sem verði lagðar fram í málinu.

Lögmaður forsetahjónanna segir að málið hafi reynst þeim þungbært og að þessar samsæriskenningar um kyn Brigitte séu farnar að trufla forsetann í störfum hans. Lögmaðurinn segir að þau muni leiða fram sérfræðinga sem vitni sem muni vísa í vísindaleg gögn og að forsetahjónin séu tilbúin að sýna fram á það erfðafræðilega og með öðrum hætti að Brigitte sé líffræðilega kvenkyns.

„Það er ótrúlega íþyngjandi tilhugsun að þurfa að ganga í gegnum þetta og leggja fram sönnunargögn af þessu tagi. Þetta er ferli sem hún mun þurfa að gangast undir með mjög opinberum hætti. En hún er tilbúin í þetta. Hún er staðráðin í að gera það sem þarf til að skera úr um þetta í eitt skiptið fyrir öll. Ef óþægindin og vanlíðanin sem fylgir því að opna sig með þessum hætti er það sem þarf til að leiðrétta málið og stöðva þessar sögusagnir þá er hún 100% til í að taka það á sig.“

Lögmaðurinn svaraði því líka að Brigitte myndi leggja fram myndir sem sýna hana ólétta.

Forsetinn var í ágúst spurður hvers vegna þau væru að standa í málaferlunum.

„Þetta snýst um að verja heiður minn. Því þetta er kjaftæði. Þetta er manneskja sem veit fullvel að hún er með falskar upplýsingar en heldur þessu samt fram til að valda skaða til að þjóna hugmyndafræði sinni og tengslum við leiðtoga öfgahægrisins. “

BBC greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Robert Redford er látinn

Robert Redford er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna