fbpx
Mánudagur 23.júní 2025
Fókus

Rakel María selur íbúð með náttúruparadís í bakgarðinum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. júní 2025 16:53

Rakel María Hjaltadóttir Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri Saffran, og förðunarfræðingur, hefur íbúð sína við Kötlufell í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 49,9 milljónir.

„Sæta íbúðin mín er komin á sölu. Þrátt fyrir að hafa aðeins búið þar sjálf í sex mánuði leið mér svo vel og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég vona að hún fari í góðar hendur. Þetta er fullkomin fyrsta eign – með náttúruparadísina í Elliðaárdalnum í bakgarðinum,“ skrifaði Rakel í færslu á Instagram.

Íbúðin er 62,8 fermetra, tveggja herbergja, á annarri hæð í húsi sem byggt var árið 1974. 

Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í opnu rými með ljósu harðparketi á gólfum.

Útgengt er úr stofunni á yfirbyggðar svalir.

Eldhúsið er með hvítri innréttingu, bakaraofn, helluborði og gufugleypi. Tengi fyrir uppþvottavél og harðparket á gólfi.

Svefnherbergi er rúmgott með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.

Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu með speglaskáp, upphengt salerni og baðkar með sturtuaðstöðu. 

Sérgeymsla 5,1 fm er á jarðhæð.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Secret Solstice gengur í endurnýjun lífdaga – Alþjóðleg sólmyrkvahátið 2026

Secret Solstice gengur í endurnýjun lífdaga – Alþjóðleg sólmyrkvahátið 2026
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór á veitingastað Jeremy Clarkson og var ekki hrifinn

Fór á veitingastað Jeremy Clarkson og var ekki hrifinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn er sjötugur og barn átta á leiðinni

Stórleikarinn er sjötugur og barn átta á leiðinni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans
Fókus
Fyrir 1 viku

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru