fbpx
Mánudagur 23.júní 2025
Fókus

Gríma um vinkonumissi: „Þetta var eins og að fá blauta tusku í andlitið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. júní 2025 15:00

Gríma var að gefa út lagið Skildir mig eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Theodóra Gríma Þrastardóttir, sem gengur undir listanafninu Gríma, var að gefa út lagið Skildir mig eftir.

Lagið fjallar um þann tilfinningalega sársauka og óvissu sem getur fylgt því þegar náin vinkona fjarlægist þig án þess að þú vitir af hverju.

„Ég tengi ótrúlega mikið við þetta lag og ég veit að fleiri gera það líka,“ segir Gríma sem vann lagið með pródúsernum Jóhanni Steini (Johann Stone), og söngkonunni og lagahöfundinum Malen.

„Stundum á lífsleiðinni lendir maður í sársauka og óvissu, eins og til dæmis þegar náin vinkona fjarlægist án skýringa. Það getur verið eins og það sem kom fyrir mig, þegar ég fór í gegnum tímabil þar sem ég var að glíma við andleg veikindi fékk ég að sjá hverjir voru alvöru vinir mínir. Þetta var eins og að fá blauta tusku í andlitið. Ég spurði vinkonu mína: Af hverju hefurðu fjarlægst mig og hætt að heyra í mér? Af hverju eru þú og fleiri ekki að bjóða mér í hittinga lengur?“

Gríma segir lagatextann útskýra þetta betur. Hlustaðu á lagið hér að ofan.

Mynd – Skildir mig eftir.
Á bak við tjöldin.

„Ég vildi gera lag um vinamissi því mér finnst þetta vera algengara núna að fólk sé að missa vini. Svo er það líka oft þannig í lífinu að sumir vinir manns eru bara í lífi manns í vissan tíma og fara svo úr lífi manns, svona er þetta bara stundum,“ segir hún.

Gríma gaf einnig út tónlistarmyndband við lagið sem má horfa á hér að neðan.

Óskar Long leikstýrði myndbandinu og Andri Freyr Gilbertsson og Aron Pétur Ólafsson tóku það upp tónlistarmyndbandið og klipptu það.

Mynd fyrir lagið Burt.

Mismunandi tilfinningar og sögur

Gríma, 30 ára, hefur verið virk í tónlistarsenunni frá árinu 2019.

„Ég hef verið að skapa mér sérstakt rými í íslensku tónlistarlífi með heiðarlegum og áhrifaríkum lögum,“ segir hún og bætir við:

„Ég hef gefið út nokkur frumsamin lög þar sem hver texti og melodía er endurspeglun á mismunandi tilfinningum og sögum. Bæði mínar eigin og fólksins í kringum mig sem ég nota til að búa til lög.

Textarnir mínir, þeir koma frá minni eigin lífsreynslu og reynslu annarra í kringum mig. Þeir snerta við hlustendum með einlægri nálgun á málefni eins og ást, sambandsslit og andleg veikindi og ég hef sterka tengingu við popptónlist og hef hana sem vettvang til að tjá mig á áhrifaríkan hátt.“

Mynd fyrir lagið Upp á nýtt.

„Ferillinn minn hófst samt formlega árið 2018 þegar ég gaf út ábreiðu af laginu Angels On The Moon og það vakti alveg mikla athygli á YouTube. Ég fékk mörg áhorf og það heldur áfram að njóta vinsælda á bæði YouTube og Spotify.“

Síðan þá hefur Gríma haldið áfram að vaxa sem listarkona og komið fram á ýmsum viðburðum.

Hlustaðu á lög Grímu á Spotify eða horfðu á tónlistarmyndböndin á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarnan rokkar í agnarsmáu eldrauðu bikiní

Samfélagsmiðlastjarnan rokkar í agnarsmáu eldrauðu bikiní
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leyfðu Bandaríkin árásinni á Pearl Harbor að eiga sér stað?

Leyfðu Bandaríkin árásinni á Pearl Harbor að eiga sér stað?
Fókus
Fyrir 1 viku

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru
Fókus
Fyrir 1 viku

Færeyingur er með mikilvæga spurningu til Íslendinga

Færeyingur er með mikilvæga spurningu til Íslendinga