fbpx
Mánudagur 23.júní 2025
Fókus

Komst að leyndarmáli kærastans í miðjum samförum

Fókus
Fimmtudaginn 5. júní 2025 12:04

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég komst að því að kærastinn minn er giftur annarri konu þegar hann kallaði mig öðru nafni í miðjum samförum.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Hún útskýrir málið. „Við höfum verið að hittast í fimm ár. Ég er miður mín. Ég hélt að ég væri ekki svona vitlaus að láta blekkjast af svona manni, ég er orðin fertug, en svo er ekki,“ segir hún.

Hún segir að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi og hún hafi aldrei ætlað að byrja aftur með öðrum karlmanni. En síðan kynntist hún kærastanum sem heillaði hana upp úr skónum.

„Hann er 45 ára, fyndinn, myndarlegur og góðhjartaður, hann var allt sem ég vildi í karlmanni og kynlífið var ótrúlegt.“

Þau voru í fjarsambandi. „Það gerði þetta bara enn meira spennandi. Hann var oft upptekinn á kvöldin og ég hélt að hann væri bara að vinna yfirvinnu.

Við hittumst aðra hvora helgi og inn á milli töluðum við saman í gegnum síma og tölvu. Mér hefði aldrei dottið í hug að hann væri giftur.“

En þá kemur að stóra augnablikinu.

„Í síðasta mánuði kom hann til mín og gisti yfir helgi. Á laugardagskvöldinu vorum við bæði búin að fá okkur aðeins í tána og enduðum á því að stunda kynlíf á gólfinu. Hann var með augun lokuð og þegar ég beygði mig niður til að kyssa hann sagði hann nafn annarrar konu.

Ég hélt að ég hefði heyrt vitlaust svo ég bað hann um að endurtaka þetta, sem hann gerði. En svo opnaði hann augun og varð hvítur í framan þegar hann fattaði hvað hann hafði sagt.

Ég fékk sannleikann upp úr honum að lokum. Hann hefur verið giftur í tíu ár og á tvö börn.

Ég rak hann strax út en hann hefur verið að senda mér blóm og ástarbréf, ég veit að ég ætti að vera sterk en ég elska hann.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú hélst að hann væri sá rétti en hann er jafn lokaður og fyrrverandi eiginmaður þinn.

Stattu með sjálfri þér og segðu honum að þú ætlar ekki að vera með giftum manni.

Þú átt eftir að þakka sjálfri þér fyrir það, þó það virðist ógnvekjandi að gera í augnablikinu.

Þú hefur lent í ömurlegum karlmönnum en þeir eru ekki allir svona. Þér mun líða betur eftir að þú hefur lokað þessum kafla og getur einbeitt þér að framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Secret Solstice gengur í endurnýjun lífdaga – Alþjóðleg sólmyrkvahátið 2026

Secret Solstice gengur í endurnýjun lífdaga – Alþjóðleg sólmyrkvahátið 2026
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra

Skellur fyrir Blake Lively og Taylor Swift – Leikarinn fær að hnýsast í einkaskilaboð þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi

Rannsókn bendir til þess að þetta vinsæla heilsuráð geti verið fitandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór á veitingastað Jeremy Clarkson og var ekki hrifinn

Fór á veitingastað Jeremy Clarkson og var ekki hrifinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn er sjötugur og barn átta á leiðinni

Stórleikarinn er sjötugur og barn átta á leiðinni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins

Slær í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hann heilsar holum landsins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans
Fókus
Fyrir 1 viku

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru

Þekkt leikkona þóttist vera 12 ára stúlka og leiddi níðinga í gildru