fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fókus

Hrósa hvort öðru á rauða dreglinum – Sögusagnir um ástarsamband fá byr undir báða vængi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. júní 2025 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Ana de Armas fagnaði frumsýningu nýjustu myndar sinnar Ballerina á rauða dreglinum í Los Angeles á þriðjudag. 

Armas mærði þar leikarann Tom Cruise í hástert, eftir hrós hans vegna frammistöðu hennar í myndinni, og þessi hrósyrði beggja eru vatn á myllu sögusagna um parið eigi í ástarsambandi.

„Þetta gleður mig mjög og gerir mig stolta,“ sagðiArmas við E! Newsspurð út í ummæli Cruise. „Það er óraunverulegt að einhverjum eins og honum líki myndin og styðji hana og fagni myndum annarra. Það er ótrúlegt.“

Ana de Armas

Cruise talaði einnig við fjölmiðla á rauða dreglinum þar sem hann fullvissaði aðdáendur um að Armas þyrfti ekki á neinum ráðum frá honum að halda þegar kæmi að því að takast á við hlutverk Evu Macarro.

„Hún hefur leiklistarreynslu og hún er mjög góð,“ sagði Cruise.

Sögusagnir um að parið væri saman fóru á kreik í febrúar þegar þau fóru út að borða saman í London í febrúar. Á þeim tíma sagði heimildamaður People að þau væru bara vinir og að þau væru að ræða hugsanlegt samstarf síðar meir. Mánuði síðar sást parið saman í þyrluflugi. 

Í apríl sást til þeirra á sama stað með töskur og hunda Armas í eftirdragi. Í maí sást svo til þeirra á göngu í almenningsgarði í London og um kvöldið mætti Cruise í 37 ára afmælisveislu Armas. Í sama mánuði yfirgáfu þau fimmtugsafmælisveislu David Beckham saman, sem ýtti enn frekar undir sögusagnir um ástarsamband.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by People Magazine (@people)

„Þau hafa farið út á nokkur stefnumót og það er mjög lágstemmt. Þetta er á frumstigi og hann hefur verið að reyna að vera með henni,“ sagði heimildamaður við Us Weekly, sem segir að Cruise hafi heillast af Armas eftir fund þeirra í febrúar.

Armas sagði nýlega í viðtali við Good Morning America að þau tvö eigi frábært samstarf og séu jafnvel að vinna saman að nokkrum verkefnum. Í viðtali við Women’s Wear Daily sagðist hún stunda þrotlausar æfingar til að undirbúa sig fyrir eitt verkefnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir þetta þöglan skaðvald samtímans – Hversu mörg einkenni tengir þú við?

Ragnhildur segir þetta þöglan skaðvald samtímans – Hversu mörg einkenni tengir þú við?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja að þetta sé „náttúrulegt Ozempic“ – Fæst í næstu matvörubúð en passaðu þig á þessu

Segja að þetta sé „náttúrulegt Ozempic“ – Fæst í næstu matvörubúð en passaðu þig á þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð

Orlando Bloom eyddi fúlgum fjár í umdeilda læknismeðferð