fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Fókus

Pantaði svo umdeilda síðustu máltíð á dauðadeild að hefðin var afnumin – Þetta bað hann um

Fókus
Þriðjudaginn 3. júní 2025 07:30

Lawrence Russell Brewer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið hefð fyrir því í Bandaríkjunum að dauðadæmdir fangar fá að velja sér hinstu máltíð fyrir aftökuna. Reglurnar um máltíðirnar eru mismunandi eftir fylkjum og er Texas eina ríkið sem hefur afnumið regluna.

Reglan var afnumin í fylkinu árið 2011 vegna fangans Lawrence Russell Brewer.

Brewer var tekinn af lífi með banvænni sprautu þann 21. september 2011 fyrir þátt sinn í hrottalegu morði á James Byrd Jr. árið 1998.

Áður en hann var tekinn af lífi fékk hann – eins og hefðin var á þeim tíma – að velja síðustu máltíðina sína. En val hans hneykslaði svo mikið að ríkið ákvað að hætta að stunda þessa hefð.

Brewer fór fram á:

  • Tvær kjúklingasteikur með brúnni sósu og lauk
  • Þrefaldan beikon ostborgara
  • Eggjaköku með osti, hakki, tómötum, lauk, papriku og jalapeno
  • Heila skál af okra jurtinni með tómatsósu
  • Hálft kíló af BBQ kjöti með hálfu franskbrauði
  • Þrjár stútfullar vefjur
  • Kjötunnenda pítsu
  • Eina dollu af vanillu ís
  • Sneið af súkkulaðiköku með hnetusmjöri og jarðhnetum og að lokum þrjú rótaröl.

Brewer fékk allt þetta en þegar maturinn var kominn á borðið fyrir framan hann sagðist fanginn ekki vera svangur og fékk sér ekki einn einasta bita.

Öldungadeildarþingmaðurinn John Whitmore varð alveg æfur og krafðist þess að fangelsismálastofnun Texas myndi hætta með síðustu kvöldmáltíðina, en hann sagði Brewer hafa haft fangakerfið að háði og spotti og að þetta væri móðgun gagnvart fórnarlömbum. Daginn eftir var reglan afnumin.

Fyrr í sama mánuði vakti síðasta máltíð fangans Steven Woods einnig athygli fyrir að vera óhófleg og yfirdrifin. Hann var tekinn af lífi 13. september 2011 og bað um kíló af beikoni, fjórar kjötpítsur, fjórar kjúklingabringur, fimm kjúklingasteikur, tvo beikonborgara, franskar, hvítlauskbrauðstangir með sósu og ís.

Þó Texas hafi hætt með þessar máltíðir stunda önnur ríki það þó enn, en hafa þó sett sér reglur til að koma í veg fyrir tilvik af þessu tagi. Til dæmis er algeng regla að maturinn megi ekki kosta meira en 5.600 krónur og ekki má heldur vera vesen að kaupa hann, heldur þarf hann að vera fáanlegur í nærumhverfi fangelsisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Quarashi koma saman aftur á Lopapeysunni

Quarashi koma saman aftur á Lopapeysunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Feilspor Viðars hefur fengið 1,6 milljón áhorfa – „Ótrúleg tímasetning!“

Feilspor Viðars hefur fengið 1,6 milljón áhorfa – „Ótrúleg tímasetning!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ormhildarsaga glæný íslensk teiknimyndasería fyrir börn er tímamótaverk

Ormhildarsaga glæný íslensk teiknimyndasería fyrir börn er tímamótaverk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aukasýning á vinsælustu ABBA sýningu heims í Hörpu

Aukasýning á vinsælustu ABBA sýningu heims í Hörpu
Fókus
Fyrir 1 viku

Héraðsdómari selur glæsilegt einbýli í Breiðholti – Myndir

Héraðsdómari selur glæsilegt einbýli í Breiðholti – Myndir
Fókus
Fyrir 1 viku

Aðdáendur hneykslaðir á Sabrinu Carpenter – „Þú ert að niðurlægja þig“

Aðdáendur hneykslaðir á Sabrinu Carpenter – „Þú ert að niðurlægja þig“