fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fókus

Léttist um 40 kíló á vinsælu megrunarlyfi og varpar ljósi á aukaverkanirnar sem fáir tala um

Fókus
Mánudaginn 2. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árangurinn hefur svo sannarlega ekki látið á sér standa hjá hinni 27 ára Bethany Diana eftir að hún var sett á þyngdarstjórnunarlyfið Mounjaro í júlí 2024.

Á innan við ári hefur hún lést um tæp 40 kíló og farið niður um margar fatastærðir. Lífsgæðin eru einnig töluvert meiri en áður og segist hún vera miklu betri útgáfa af sjálfri sér eftir þyngdartapið. En Bethany fer ekki í grafgötur með það að þyngdarstjórnunarlyfjum fylgja töluverðar aukaverkanir.

Mounjaro er vanalega gefið sjúklingum með sykursýki af tegund 2, sem einnig er kölluð áunnin sykursýki, og er mikilvægt að nota lyfið ekki nema að læknisráði.

Í myndbandi á TikTok, sem Mail Online vitnar til, fer Bethany yfir aukaverkanirnar af lyfinu en myndbandið hefur vakið töluverða athygli. Nefnir hún 10 miður skemmtilega fylgikvilla sem fylgja lyfinu.

Hún segir til dæmis að hún hafi þjáðst af niðurgangi vegna Mounjaro og þá hafi hún verið sérstaklega andfúl. Þá upplifði hún hárlos og var uppfull af illa lyktandi lofti sem kom út bæði að ofan og að neðan. Lyktin af ropinu hafi til dæmis verið eins og af rotnandi eggjum.

Þetta var ekki það eina því hún þjáðist einnig af hárlosi, hægðatregðu, ógleði, brjóstsviða og bakflæði. Í öðru myndbandi segir hún einnig að Mounjaro hafi „stolið frá henni rassinum” eins og hún orðar það.

Bethany segist þó ekki sjá eftir því að hafa tekið lyfið enda bendir hún á að tæp 40 kíló séu farin á innan við ári.

Í athugasemdum undir myndbandinu virðast einhverjir deila sömu reynslu og hún af lyfinu. „Það eru þessi brennisteinsrop (e. sulfur burps) og ógleði sem ég þoli ekki – sérstaklega þar sem ég borða ekki neitt sem getur valdið þessu. En á jákvæðu nótunum er þyngdin að fara hratt niður,“ sagði til dæmis einn.

Annar benti á að hann væri á annarri viku sinni á lyfinu og enn sem komið væri eina aukaverkunum hægðatregða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fókus
Í gær

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Í gær

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul