fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fókus

Árni Björn klessti á vegg og endaði á sjúkrahúsi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 2. júní 2025 19:59

Árni Björn Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson endaði á sjúkrahúsi vegna álags og þreytu. Hann segir að það sé erfitt að viðurkenna að hann hafi klesst á vegg, hann hefur alltaf viljað vera óstöðvandi Súperman, en þetta er raunveruleikinn við að eiga fatlað barn, tvö önnur orkumikil börn, vera í vinnu og reyna að halda mörgum boltum á lofti.

Árni greindi frá þessu í færslu á Instagram.

„28. maí 2025 fékk ég heldur betur áminningu um að ég er ekki óstöðvandi. Líkaminn sagði hingað og ekki lengra. Ég byrjaði á að fá hausverk og hægt og rólega byrjaði ég að missa máttinn þar til ég fann að það var alveg að líða yfir mig og þá bað ég [Guðrúnu, eiginkonu mína] að keyra mig uppá bráðamóttöku,“ segir Árni.

„Ég var tekinn strax inn enda alveg að detta út og settur í allskonar rannsóknir. Í raun litu allar blóðprufur og hjartalínurit vel út og ekkert sem fannst þannig séð. Eftir smá stund byrjaði ég að ranka aftur við mér og var svo hleypt heim seinna um daginn.“

Árni hélt að þetta væri bara eitt tilfelli og ætlaði bara að halda áfram með lífið.

„En svo gerðist þetta strax aftur daginn eftir þegar við héldum uppá afmælið hennar Halldóru Maríu. Líklegasta skýringin er bara álag og þreyta. Ég veit að mörg eru undir meira álagi en ég en þarna virtist ég ná mínu limiti.

Það er erfitt að viðurkenna það en álagið við að eiga tvo virkilega orkumikla gaura, Halldóru Maríu sem er langveik og fötluð og þarf stuðning 24/7 og er með sjö starfsmenn í vinnu, krefjandi vinna og svo ofan á það að þykjast vera æfa fyrir vaxtarræktarmót, vera eiginmaður og pabbi og reyna halda úti einhverskonar félagslífi í mýflugumynd sló mig út.“

Smelltu hér ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Fjölskyldan flutti í maí og virtist það hafa gert útslagið. „Ég virtist vera búinn að finna ágætis jafnvægi og næ að halda mér góðum en það voru flutningarnir og allt sem fylgdi því sem fyllti mælinn virðist vera. Það sem við tekur núna er bara smá recovery og forgangsröðun. Reyna skipuleggja mig eins vel og ég get því þetta álag er ekkert að fara en ég get skalað til baka á sumum stöðum sem ég mun gera svo ég lendi ekki í þessu aftur. Þetta er frábær leið til þess að fá skilning um hvað skiptir máli í lífinu og hvað ekki. Hvað tekur óeðlilega mikla orku og gefur lítið til baka.“

Árni segist hafa lært af reynslunni. „Lærdómur? Við erum öll að díla við álag, streitu og stress og hver og einn er með sinn þröskuld. Hættum að bera okkur saman við önnur og litum inn á við til þess að finna okkar þröskuld og reynum eftir fremsta megni að fara ekki yfir hann.“

Árni var gestur í Fókus í mars þar sem hann ræddi um samfélagsmiðla, samband hans og Guðrúnar, sjálfsvinnu, lífið og tilveruna.

Sjá einnig: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“