Eisenberg, sem er 41 árs, er mörgum að góðu kunnur en hann hefur í tvígang verið tilnefndur til Óskarsverðlauna; fyrst árið 2011 fyrir leik sinn í myndinni The Social Network og svo aftur í ár fyrir handritið að myndinni A Real Pain.
Segja má að síðarnefnda myndin hafi orðið til þess að Eisenberg fékk þennan heiður en myndin segir frá tveimur bandarískum frændum sem leggja í ferðalag til Póllands til að heiðra ömmu sína sem lifði af helförina.
Myndin er að hluta til byggð á fjölskyldusögu Eisenberg en frænka hans flúði einmitt frá Póllandi til Bandaríkjanna á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Eisenberg fór til Póllands við tökur á myndinni og segir að þar hafi hann fundið fyrir einhverri þrá til að tengjast aftur landinu. Sagði Eisenberg að það væri honum mikill heiður að fá pólskan ríkisborgararétt. Eiginkona leikarans, Anna Strout, á einnig ættir að rekja til Póllands.
A Real Pain vann ein Óskarsverðlaun á hátíðinni í ár, en Kieran Culkin var valinn besti leikarinn í aukahlutverki.