fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fókus

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Fókus
Fimmtudaginn 6. mars 2025 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raftónlistardúettinn Autechre kemur fram á Íslandi þann 15. ágúst næstkomandi í Silfurbergi, Hörpu. Um er að ræða einstaka tónleikaupplifun þar sem myrkrið ræður ríkjum.

Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag, og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Nú eru þeir á einni umfangsmestu tónleikaferð sinni til þessa og hafa þegar komið fram víða um heim þegar þeir snerta niður á Íslandi.

Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. Þetta verða tónleikar sem áhorfendur munu skynja frekar en sjá – hrá, óútreiknanleg og öflug upplifun sem fer lengra en hefðbundin tónlistarviðburður.

Autechre eru að fylgja eftir nýjustu útgáfu sinni, AE_2022–, sem inniheldur upptökur frá tónleikum víða um heim á árunum 2022–2024. Í desember síðastliðnum tóku þeir yfir BBC 6 Music Artist in Residence með fjögurra þátta DJ-seríu, sem endurspeglar fjölbreytileika ferils þeirra.

Miðasala er hafin á tix.is og harpa.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“
Fókus
Í gær

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis