fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix

Fókus
Fimmtudaginn 20. mars 2025 10:30

Carl Erik Rinsch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikstjórinn Carl Erik Rinsch gæti þurft að verja restinni af ævi sinni á bak við lás og slá verði hann sakfelldur í umfangsmiklu fjársvikamáli sem hann hefur verið ákærður fyrir.

Rinch þessi er tæplega fimmtugur og er best þekktur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni 47 Ronin sem kom út árið 2013. Myndin skartaði stórleikaranum Keanu Reaves í aðalhlutverki en fékk afleita dóma hjá gagnrýnendum.

Í frétt NBC News kemur fram að Rinsch hafi samið við streymisveituna Netflix árið 2018 um að hann myndi gera leikna vísindaskáldsöguþætti sem áttu að heita White House, síðar Conquest. Fékk hann 44 milljónir dala til að gera þættina að veruleika.

Árið 2020 fékk hann 11 milljónir dala til viðbótar þar sem hann lýsti því að þær 44 milljónir dala sem hann hafði áður fengið dygðu ekki fyrir kostnaði við eftirvinnslu þáttanna.

Rinch er hins vegar sagður hafa stungið þessum 11 milljónum dala í vasann og eytt peningnum í tóma vitleysu. Er hann sagður keypt sér fimm Rolls-Royce bifreiðar, Ferrari og antíkmuni auk þess að kaupa rafmyntir.

Þá er hann sagður hafa eytt um milljón dollurum í að borga fyrir þjónustu lögfræðinga sem lögðu fram stefnu gegn Netflix og fóru fram á að streymisfyrirtækið myndi greiða honum 14 milljónir dala. Ekki gekk það eftir og var honum sjálfum gert að greiða Netflix 8,8 milljónir dala.

Í frétt Deadline kemur fram að Rinch hafi ekki greitt Netflix upphæðina og þá hafi enginn þáttur af Conquest litið dagsins ljós. Netflix afskrifaði 55 milljóna dala kostnað vegna málsins og var leikstjórinn handtekinn síðastliðinn þriðjudag í Los Angeles. Segir Deadline að hámarksrefsing fyrir meint brot leikstjórans sé 90 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný