fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Fókus

Stórstjarna frá tíunda áratugnum býr í bílnum sínum

Fókus
Fimmtudaginn 13. mars 2025 11:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söng- og leikkonan Dawn Robinson er heimilislaus og hefur búið í bílnum sínum undanfarin þrjú ár.

Dawn sló í gegn á tíunda áratugnum sem einn af meðlimum vinsælu stúlknasveitinnar En Vouge.

Hún greindi frá aðstæðum sínum í myndbandi á YouTube á dögunum.

„Síðastliðin þrjú ár hef ég búið í bílnum mínum. Nú er ég búin að segja þetta,“ sagði hún og virtist vera létt að segja frá þessu.

Söngkonan sagði að hún hafi ákveðið að flytja í bílinn eftir að hafa búið hjá foreldrum sínum í Las Vegas árið 2020. Hún sagði að hún hafi verið orðin þreytt á „reiði“ móður sinnar og hafi í kjölfarið ákveðið að flytja út.

Dawn Robinson.

„Þetta var dásamlegt þar til þetta var ekki lengur dásamlegt. Ég elska mömmu mína en hún varð mjög reið og tók mikið af reiðinni út á mér. Ég var alltaf skotmarkið og átti erfitt með að díla við það,“ sagði hún.

Það gekk illa að finna íbúð og sá hún myndbönd á netinu frá fólki sem býr í bílnum sínum og lífi þeirra. Hún ákvað að prófa að búa í bílmum sínum.

„Mér fannst ég frjáls,“ sagði hún. „Mér leið eins og ég væri í útilegu, eins og þetta væri það rétta í stöðunni.“

Hún tók það fram að hún væri ekki að leita eftir vorkunn. „Ég er að læra um hver ég er, ég er að læra um mig sjálfa, sem persónu og sem konu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“

Ákvað að láta skilnaðinn ekki tortíma sér – ​„Ég var dauðhrædd“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Treyja Estherar er falleg flík fyrir yngstu börnin

Treyja Estherar er falleg flík fyrir yngstu börnin
Fókus
Fyrir 1 viku

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér

Sóldís Vala: Lærði að standa með sjálfri sér
Fókus
Fyrir 1 viku

Hefur misst yfir 50 kíló á Ozempic – Fólk segir núna andstyggilega hluti um andlit hennar

Hefur misst yfir 50 kíló á Ozempic – Fólk segir núna andstyggilega hluti um andlit hennar