fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fókus

Hlustendur Brennslunnar ósáttir vegna skyndilegs brotthvarfs Kristínar – Ekki okkar sök, segir Rikki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 10. mars 2025 15:07

Egill Ploder, Rikki G og Kristín Ruth. (Myndir/Facebook/Instagram)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlustendur eru misánægðir með breytingar á útvarpsþættinum Brennslan á FM957. Síðastliðin ár hafa Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, Egill Ploder Ottóson og Kristín Ruth Jónsdóttir séð um morgunþáttinn og sankað að sér dyggum hlustendahóp.

Um helgina greindi Rikki frá því að Brennslan væri ekki undanskilin þeim breytingum sem væru að eiga sér stað á stöðinni. Í síðustu viku var greint frá því að hann væri hættur sem dagskrárstjóri FM957 og að Egill Ploder hefði tekið við keflinu.

Nú verða aðeins þeir tveir sem standa vaktina á morgnanna og voru margir hlustendur ósáttir við að sjá Kristínu fara og verst fannst sumum að fá ekki tækifæri til að kveðja hana eftir fimm ára samfylgd.

„Brennslan hefur verið morgunþáttur á FM957 frá árinu 2016. Fyrst með Hjörvari og Kjartani Atla og svo hefur nýtt frábært fólk komið að þættinum í gegnum þessi sjö ár. Brennslan hefur verið með sama mannskap í tæp fimm ár og í þessum nýju breytingum á stöðinni var ákveðið að þátturinn færi aftur í tveggja manna magasín þátt eins og hann byrjaði upprunalega. Ákvörðunin kom ekki frá mér né nýjum dagskrárstjóra,“ skrifaði Rikki í Facebook-hópnum Brennslan – Crew.

„Þá er það mannlegi hlutinn… Svona breytingar eru erfiðar í svona miklu vinasambandi og sérstaklega eftir að hafa verið þrjú saman alla morgna síðastliðin fimm ár. Við þökkum Kristínu og var hún ekkert annað en frábær. Kristín er aftur á móti gríðarlega mikilvægur hlekkur í fyrirtækinu og verður áfram í sölunni þar sem hún hefur gert frábæra hluti og eflaust munuð þið heyra í henni í vor og sumar á Bylgjunni.

Með þessu breytist þátturinn og á morgun hefst ný Brennsla með nýjum liðum, umræðum og áherslum með sama markmið að koma ykkur í góðan gír út í daginn! Við Egill hlökkum til að vakna með ykkur milli sjö og tíu og lofum alvöru Brennslu!

Ég vona svo sannarlega að þið gefið okkur tækifærið og hlustið af opnum hug. Eitt af nýjum áherslum okkar verður að nýta ykkur kæra crew í að gera þáttinn eins geggjaðan og hægt er. Við ætlum að vera mjög virkir hér inni og spyrja ykkur álits út í hina og þessa vitleysu sem við ætlum mögulega að gera.

Á morgun hefst nýtt upphaf, hlökkum ekkert eðlilega til að leyfa ykkur að heyra afraksturinn.“

Svekktir hlustendur

Tilkynning Ríkharðs féll ekki vel í kramið hjá sumum hlustendum Brennslunnar.

„Haaaa?? Neijjj. Hver setti tíkall í trúðinn,“ sagði einn.

„Þá er búið að eyðileggja besta morgunþátt ever,“ sagði einn og bætti við að hann hefði frekar viljað sjá Kristínu með Rikka frekar en Egil.

Annar sagðist frekar vilja „sparka“ Rikka í burtu í stað Kristínar.

Sumir sögðust svekktir að fá ekki að kveðja Kristínu.

„Þessi hefð, að útvarpsþáttastjórnendur hætti upp úr þurru á núll einni eftir mörg ár, er ekki góð, og að þetta hafi verið gert í áratugi réttlætir hana engan veginn,“ sagði einn hlustandi.

„Við hlustendur hefðum viljað fá að kveðja Kristínu og þakka henni fyrir frábæru samfylgdina í öll þessi ár. Það er ákveðin aftenging í því að láta okkur ekki vita fyrirfram. Við höfum mörg hlustað árum saman og þið verið hluti af deginum okkar og þannig verðið þið heimilisvinir. Okkur (mörgum að minnsta kosti) þykir vænt um ykkur og að láta okkur vita fyrirfram og gefa okkur tækifæri til að kveðja og þakka fyrir okkur er eiginlega algjört lágmark.“

Egill reyndi að malda í móinn. „Kæru vinir! Reynum að halda þessu málefnalegu. Það er skiljanlegt að fólk hafi sínar skoðanir á þættinum og á þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Ég mun hins vegar fjarlæga neikvæð ummæli sem fjalla um aðra þætti á FM957 og stöðina í heild sinni hér á þessum vettvangi. Ég tek auðvitað undir hvert einasta orð sem Rikki skrifar hér að ofan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis