fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fókus

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“

Fókus
Mánudaginn 3. febrúar 2025 10:51

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir og hlaðvarpsdrottningarnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir fengu kærasta sína til að mæta í hlaðvarp þeirra, Teboðið, og svara ýmsum spurningum. Það var farið yfir víðan völl en bæði pörin nefndu slæma siði sem makinn er sekur um.

Vinkonurnar birtu klippu úr þættinum á TikTok en til að horfa á þáttinn í heild sinni þarf að skrá sig í áskrift á Teboðið.is.

Sunneva er í sambandi með Benedikt Bjarnasyni, tölvunarfræðingi. Þau hafa verið saman í rúmlega fimm ár. Birta Líf og fasteignasalinn Gunnar Patrik Sigurðsson hafa verið saman í rúmlega áratug og eiga von á sínu öðru barni.

Slæmur siður

Gunnar tók af skarið. „Hennar by far versti, þetta er bara þannig. Þegar Birta…“ sagði Gunnar og sagðist Birta vita hvað hann ætlaði að segja: Hvernig hún gengur um pönnur og skurðbretti. En Gunnar var að fara að minnast á annað en sagði samt að þetta með pönnurnar og skurðbrettin væri „líka óþolandi.“

„Hún þrífur ekki skurðbretti, pönnur og hnífa […] Því hún getur ekki sett það í vélina,“ útskýrði Gunnar.

„Þannig ég skil þetta allt eftir í vaskinum,“ sagði Birta.

„Óþolandi!“ sagði Gunnar og vildi bæta einu við. „Þegar hún er að gera sig til þá er baðherbergið… allt málningardót uppi á borðinu, sjö sett af fötum á rúminu og líka frammi, eitthvað drasl uppi á borðum.“

„Ógeðslega pirrandi“

Þá var komið að Birtu að telja upp slæmu siði Gunnars.

„Það er ógeðslega pirrandi, þú setur aldrei nýja rúllu þegar þú ert búinn með klósettpappírinn,“ segir Birta.

Benedikt sagði að það ætti „alltaf að fylla á rúllurnar.“

„Hvenær gerir þú það? Excuse me,“ skaut þá Sunneva inn í og nefndi þá þann sið sem henni þykir verstur í fari kærastans.

„Stundum tekurðu svefninn fram yfir alla aðra,“ sagði hún og heyrðist: „Vó,“ frá viðstöddum.

Horfðu á klippuna hér að neðan.

@tebodidEitthvað verra en opnir skápar og tómar klósettrúllur?😬♬ original sound – Teboðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“

Risabarnið úr Jerry Springer: „Hann virkilega breytti lífi mínu til hins betra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vildi draumahringinn en skipti svo um skoðun – „Ég reyndi bara að rífast ekki“

Vildi draumahringinn en skipti svo um skoðun – „Ég reyndi bara að rífast ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur: „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“

Þórhildur: „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?