fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fókus

Vildi draumahringinn en skipti svo um skoðun – „Ég reyndi bara að rífast ekki“

Fókus
Laugardaginn 15. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Selena Gomez og plötuframleiðandinn Benny Blanco eru í viðtali tímaritsins Interview Magazine en þar segir parið meðal annars frá hausverknum við að velja trúlofunarhringana. 

Gomez segist hafa verið með miklar vangaveltur yfir hringunum þó hana hafi frá árinu 2015 dreymt um demant í marquise-stíl eftir að lag hennar Good For You kom út en þar sem er sungið: „I’m on my marquise diamonds / I’m a marquise diamond“.

„Ég reyndi bara að rífast ekki,“ sagði Blanco eftir að Gomez sagði, „þetta er demanturinn sem mig hefur alltaf dreymt um.“

„Hún var alltaf að sýna mér myndir af hringum og ég var alltaf að reyna að ýja að öðru: „Já, en ef ég myndi búa til hring, myndirðu vilja hafa hann svona?“ 

Blanco segir að Gomez hafi síðan skipt um skoðun í miðju ferlinu. Henni hafi fundist hringurinn of stór, en á endanum hafi henni fundist hringurinn fullkominn. Blanco sgeir að hans heittelskaða muni því einnig fá eyrnalokka.

Blanco hannaði hringinn í samstarfi við skartgripadúettinn Katherine Theofilos Claster og Stephanie Theofilos. Saman bjuggu þeir til marquise-lagaðan demantshring.

„Við byrjuðum á hönnuninni fyrr á þessu ári,“ sagði Claster. „Benny hafði mjög sterka sýn á hvernig hringurinn ætti að vera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot ÓIa tölvu: Svona gerir þú úrdrætti úr YouTube-myndböndum

Fræðsluskot ÓIa tölvu: Svona gerir þú úrdrætti úr YouTube-myndböndum
Fókus
Fyrir 1 viku

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“
Fókus
Fyrir 1 viku

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“