fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fókus

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 09:12

Lars von Trier. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski leikstjórinn Lars von Trier er fluttur inn á hjúkrunarheimili en þar mun hann geta notið þeirra meðferðar sem hann þarfnast vegna Parkinsons-sjúkdóms sem hann glímir við.

Lars, sem er 68 ára, greindi frá því árið 2022 að hann hefði greinst með sjúkdóminn og í færslu á Instagram steig Louise Vest, náin samstarfskona leikstjórans fram, og opinberaði það að Lars væri kominn inn á hjúkrunarheimili.

Kvaðst Louise deila þessum persónulegu upplýsingum þar sem vangaveltur voru uppi um heilsu leikstjórans í dönsku pressunni.

„Lars líður vel miðað við aðstæður,“ sagði hún og bætti við að Lars eigi enn sitt eigið heimilfi þar sem hann getur einnig dvalið. Á hjúkrunarheimilinu fái hann hins vegar alla þá aðstoð sem hann þarfnast.

Louise segir að næsta kvikmynd leikstjórans verði að veruleika þrátt fyrir veikindin. Myndin sem um ræðir ber nafnið After en á síðasta ári var greint frá því að Stellan Skarsgård færi með aðalhlutverkið í myndinni.

Myndin segir frá „dauðanum og lífinu eftir dauðann“ en óvíst er hvenær myndin verður frumsýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot ÓIa tölvu: Svona gerir þú úrdrætti úr YouTube-myndböndum

Fræðsluskot ÓIa tölvu: Svona gerir þú úrdrætti úr YouTube-myndböndum
Fókus
Fyrir 1 viku

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“
Fókus
Fyrir 1 viku

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“