fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Fókus
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason hefur sent frá sér bókina Fólkið í vitanum – Gleði og sorgir í Hornbargsvita. Í bókinni er rakin saga allra vitavarða við Hornbjargsvita í Látruvík, en þeir voru 13 talsins, allt frá árinu 1930 til 1995.

Bókin inniheldur merkilegar örlagasögur og þræðirnir spinnast víða. „Harmþrungnar, glaðbeittar og sumpart ævintýralega fjarstæðukenndar frásagnir af fólki sem átti það sameiginlegt að velja sér búsetu á einum afskekktasta og harðbýlasta stað landsins,“ segir í kynningartexta um bókina.

Síðasti vitavörðurinn í Hornbjargsvita var Ólafur Þ. Jónsson, oft kallaður Óli kommi. Hann var menntaður skipasmiður og búfræðingur. Merkur og dugandi maður sem þurfti að glíma við miklar sorgir og áföll í lífinu eins og Reynir rekur í bók sinni.

Ólafur missti báða foreldra sína í æsku og einnig missti hann fyrri eiginkonu sína. Árið 2006 lést sonur Ólafs, Jón Þór Ólafsson, en hann var myrtur ásamt heitkonu sinni í El Salvador árið 2006. Ólafur segir í bókinni:

„Það varð mér áfall þegar Jón Þór var myrtur í El Salvador. Hann var myrtur 12. febrúar árið 2006 þar sem hann starfaði sem orkutæknifræðingur.“

DV fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Þar kemur meðal annars fram að Jón Þór starfaði í El Salvador á vegum fyrirtækisins ENEX að gerð jarðvarmaorkuvers. Hann var skotinn til bana á samt heitkonu sinni Brendu Salinas.

Móðir Brendu greindi DV frá því að dóttir hennar og Jón Þór hafi verið mjög ástfangin og hamingjusöm. Þau hafi ætlað að gifta sig og setja á stofn veitingastað. Einnig kemur fram að Jón Þór lét eftir sig tvö börn á Íslandi.

Fjórir menn voru handteknir vegna morðanna. Tveir voru sýknaðir en tveir dæmdir til fangelsisvistar og hlaut hvor um sig 70 ára fangelsi. Við handtöku mannanna braust út skotbardagi milli þeirra og lögreglu og lést rannsóknarlögreglumaður í þeim átökum. Einnig fékk lögreglumaður skot í lærið.

Mennirnir sem voru dæmdir fyrir morðin tilheyrðu glæpagengi en morðástæðan var talin afbrýðisemi vegna sambands Brendu og Jóns Þórs.

Sem fyrr segir er að finna margar fleiri örlagasögur í bók Reynis, bæði gleðilegar og sorglegar, og veitt er innsýn í sérstaka lífshætti á einum afskekktasta og einangraðasta stað landsins.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025