

Hilaria Baldwin greindi frá því á dögunum að hún og eiginmaður hennar, leikarinn Alec Baldwin, séu í hjónabandsráðgjöf vegna aldursmunar þeirra.
Hilaria er 41 árs og Alec er 67 ára.
„Ég trúi því ekki að aldur sé bara tala, allavega ekki í okkar aðstæðum,“ sagði hún.
„Það eru ákveðnir hlutir þar sem ég átta mig á því að hann er með 26 ára meiri reynslu en ég. Stundum er það gaman, en stundum þýðir það að við þurfum að fara í ráðgjöf.“
Hjónin hafa verið gift síðan 2012 og hafa síðan þá eignast sjö börn, sem eru á aldrinum tveggja til tólf ára.