fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Fókus
Föstudaginn 14. nóvember 2025 10:30

Skjáskot úr áðurnefndu myndbandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður óséð myndbrot frá upptökunum myndarinnar It ends with us hefur sett allt í uppnám varðandi lögsókn leikkonunnar Blake Lively á hendur leikstjóra myndarinnar, Justin Baldoni, sem jafnframt fór með aðalhlutverkið á móti Lively.

Lively kærði Baldoni um kynferðislega áreitni á meðan tökum myndarinnar stóð. Sakar hún Baldoni meðal annars um hafa sýnt henni nektarmyndir af öðrum konum og talað við hana um klámfíkn sína.

Deilan hefur staðið yfir í rúmt ár en í gær lögðu lögmenn Baldoni fram áðurnefnt myndband, sem ekki var notað í myndinni. Þar sést leikkonan smella kossi á varir Baldoni í atriði sem gerist á spítala myndarinnar. Benda lögmenn leikstjórans á það að enginn koss hafi verið í handriti myndarinnar og hann því komið leikstjóranum í opna skjöldu.

Tökur myndarinnar stóðu yfir á árinu 2023 þar til hlé var gert á þeim vegna ósættis aðalstjarnanna. Lively mætti svo tilbaka í tökur í byrjun árs 2024 og var þá með lista yfir atriði sem bæta yrði úr. Til að mynda enga kossa sem ekki væru í handriti myndarinnar.

Vilja lögmenn Baldoni meina að leikkonan hafi í áðurnefndu myndbandi sýnt af sér sömu hegðun og hún sakar Baldoni um.

Ljóst er að deilunni er hvergi nærri lokið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 4 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum