

Áður óséð myndbrot frá upptökunum myndarinnar It ends with us hefur sett allt í uppnám varðandi lögsókn leikkonunnar Blake Lively á hendur leikstjóra myndarinnar, Justin Baldoni, sem jafnframt fór með aðalhlutverkið á móti Lively.
Lively kærði Baldoni um kynferðislega áreitni á meðan tökum myndarinnar stóð. Sakar hún Baldoni meðal annars um hafa sýnt henni nektarmyndir af öðrum konum og talað við hana um klámfíkn sína.
Deilan hefur staðið yfir í rúmt ár en í gær lögðu lögmenn Baldoni fram áðurnefnt myndband, sem ekki var notað í myndinni. Þar sést leikkonan smella kossi á varir Baldoni í atriði sem gerist á spítala myndarinnar. Benda lögmenn leikstjórans á það að enginn koss hafi verið í handriti myndarinnar og hann því komið leikstjóranum í opna skjöldu.
Tökur myndarinnar stóðu yfir á árinu 2023 þar til hlé var gert á þeim vegna ósættis aðalstjarnanna. Lively mætti svo tilbaka í tökur í byrjun árs 2024 og var þá með lista yfir atriði sem bæta yrði úr. Til að mynda enga kossa sem ekki væru í handriti myndarinnar.
Vilja lögmenn Baldoni meina að leikkonan hafi í áðurnefndu myndbandi sýnt af sér sömu hegðun og hún sakar Baldoni um.
Ljóst er að deilunni er hvergi nærri lokið.