fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Fókus
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn David Harbour er nær óþekkjanlegur við tökur á nýjustu mynd sinni Evil Genius. Myndir náðust af Harbour á setti í New Jersey á mánudag.

Á myndum má sjá fimmtugan leikarinn í fitubúningi, bláum smekkbuxum og skyrtu, og brúnum jakka. Grátt skegg og hár og gleraugu fullkomnuðu svo gervið.

Í myndinni sem Courteney Cox leikstýrir og byggð er á sönnum atburðum frá árinu 2003 leikur Harbour Brian Wells, sem fékk viðurnefnið Pizza Bomber eftir að hafa rænt banka með sprengiefni um háls sér. Meðleikari er Patricia Arquette og er Jason Bateman meðal framleiðenda.

Harbour létti sig um 40 kíló fyrir hlutverk sitt sem Jim Hopper Jr. í fjórðu þáttaröð Stranger Things árið 2022, frá 135 kílóum niður í 95 kíló. Hann notaðist síðan við silikon gervi í endurlitssenum.

Harbour bætti síðan aftur á sig þyngdinni til að leika jólasveinninn í Violent Night í desember 2022. Sagðist hann eftir þetta ætla aldrei aftur að gangast undir svona mikla umbreytingu þar sem gervi væri einfaldlega góður kostur.

Harbour hefur verið umdeildur og milli tannanna á fólki síðustu misseri, ekki vegna hlutverka eða þyngdar sinnar, heldur vegna skilnaðar við leikkonuna Lily Allen og ásakana frá meðleikkonu.

Á nýútkominni plötu sinni, West End Girls, virðist Allen saka Harbour um framhjáhald í hjónabandinu. Og í síðasta mánuði voru einnig fréttir um að Millie Bobby Brown, meðleikkona Harbour í Stranger Things, hefði lagt fram kvörtun gegn honum vegna eineltis og áreitni.

Í síðustu viku mættu þau bæði á frumsýningu fimmtu þáttaraðar Netflix-þáttanna og stóðu saman fyrir myndatökur, en sérfræðingur í líkamstjáningu kallaði félagsskap þeirra „óþarfa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm