fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Fókus
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski áhrifavaldurinn Brittany Miller hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni eftir að hún laug því til að hún væri með krabbamein.

Breska blaðið The Sun afhjúpaði lygar Brittany í síðustu viku og sendi hún frá sér afsökunarbeiðni á mánudag þar sem hún gekkst við því að hafa logið.

Það var árið 2017 – áður en hún sló í gegn sem áhrifavaldur – að hún sagði vinkonu sinni „eina heimskulega setningu“ þess efnis að hún hefði greinst með krabbamein.

Í yfirlýsingu sem hún birti á TikTok-síðu sinni segist hún hafa gert þetta til að „halda fólkinu í lífi sínu nálægt sér“ og hún hafi glímt við andlega erfiðleika á þessum tíma.

Orðrómur um lygar Brittany hefur lengi verið á kreiki og í frétt NBC News kemur fram að þær hafi náð hámarki árið 2023 þar sem mikið var fjallað um þær á TikTok og Reddit. Hún kaus hins vegar að svara þeim ekki en neyddist til að gera það eftir umfjöllun The Sun í síðustu viku.

Brittany neitar því staðfastlega að markmiðið hafi verið að græða einhvern pening. Í eitt skiptið hafi söfnun verið hrundið af stað fyrir hana en hún hafi ekki þegið neinn pening úr henni.

Brittany, sem er með 3,5 milljónir fylgjenda á TikTok, segir að hún hafi lært af mistökum sínum og hyggst hér eftir nota reikninginn til að ræða geðheilsu.

@brittanyhmiller♬ original sound – Brittany

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar