fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“

Fókus
Laugardaginn 1. nóvember 2025 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kærastinn minn vill ekki mig, hann er hægt og rólega að reyna að breyta mér í klón af eiginkonu sinni heitinni.“

Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.

Konan er 39 ára og kærasti hennar er 45 ára. „Við höfum verið saman í tvö ár og hann var í fyrstu svo góður og með mikla tilfinningagreind,“ segir hún.

„Hann missti eiginkonu sína úr krabbameini fyrir fimm árum og mér fannst aðdáunarvert hversu heiðarlegur hann var um sorg sína. En síðan við fluttum inn saman fyrir hálfu ári þá hefur allt breyst og mér líður eins og hann sé að reyna að láta mig koma í hennar stað.“

Hún útskýrir nánar.

„Þetta byrjaði mjög lúmskt, hann byrjaði að segja eitthvað um hárið mitt eða fötin. Síðan byrjaði hann að kaupa föt á mig sem ég myndi sjálf aldrei velja; flæðandi kjóla og opnar peysur.

Ég áttaði mig á þessu þegar ég fann gamalt myndaalbúm og á flestum myndunum var hún klædd í þessum stíl. Mér fannst þetta mjög óþægilegt. Hann stakk meira að segja upp á því að ég myndi fá sömu hárgreiðslu og hún var með, því það myndi „fara mér mjög vel.“

Hann setur út á það sem ég borða, segir að hún hafi verið „náttúrulega grönn“ og að mér myndi líða betur ef ég myndi „missan okkur kíló.“

Fyrst hélt ég að þetta væri bara óvart, en ég sé það núna að hann er að reyna að stjórna mér. Ef ég segi honum hvernig þetta lætur mér líða segir hann að ég sé dramatísk eða afbrýðisöm.

Hann er byrjaður að skilja eftir myndir af henni hér og þar og ber okkur saman reglulega. Mér finnst eins og ég sé að hverfa. Ég skil vel að hann sakni hennar en ég get ekki lifað lífi mínu í hennar skugga.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er mjög truflandi þegar einhver reynir að breyta manni og hvað þá á þennan hátt. Hann virðist ekki vera búinn að vinna úr sorg sinni, en það réttlætir ekki hegðun hans.

Það sem þú ert að lýsa er tilfinningaleg stjórnun og þú átt skilið að vera elskuð fyrir þá manneskju sem þú ert, ekki að hann sé sífellt að bera þig saman við einhverja aðra.

Vertu skýr við hann og segðu honum að sambandið geti ekki haldið áfram nema hann viðurkenni og virði mörk þín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“