fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Kortið sem afhjúpar meðaltyppastærðir í heiminum – Íslendingar ekki efstir en heldur ekki neðstir

Fókus
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið, kæru lesendur. Kortið sem allir hafa beðið eftir. Kortið sem sýnir hvar við Íslendingar stöndum hvað varðar meðalstærð getnaðarlims í fullri reisn. Kortið birtist hjá Data Pandas og má þar finna góðar og slæmar fréttir fyrir landsmenn. Þær góðu eru að typpin okkar eru betri af guði gerð en hjá nágrönnum okkar í Bandaríkjunum, hvað lengd varðar. Verri fréttirnar eru að Kaninn stendur betur hvað varðar þykkt. En við tökum sigrunum sem okkur bjóðast.

Hvað varðar lengd á getnaðarlim í fullri reisn er Ísland í 53. sæti af þeim 142 löndum sem eru tekin fyrir á kortinu. Íslenska meðalmennsku standpínan er 14,56 sm á lengd, 12,01 sm að ummáli og 167,1 rúmsentimetri að rúmmáli.

Til samanburðar má nefna að bandaríska meðalmennsku-standpínan er 14,15 sm á lengd, 12,23 sm að ummáli og 168,4 rúmsentimetrar að rúmmáli.

Því má segja að íslenski limurinn sé langur og mjór en sá bandaríski feitur og stuttur og feitur, ef við tökum bara okkur og Kanana út fyrir svigann.

Súdan er í fyrsta sæti en þar er meðalholdrisið 17,95 sm á lengd. Tælenska holdrisið vermir svo seinasta sætið, 9,43 sm. Hvað þykktina varðar eru Frakkarnir mestir um sig með 13,63 sm risummál. En Rúmenía er með þynntu meðaltyppin, 10,25 cm.

Gera þarf þó þann fyrirvara við kortið góða að það byggir á gögnum sem karlmenn sendu sjálfir inn. Það er, þeir mældu sig í fullri reisn og sendu svo mælingarnar frá sér, en það er mögulegt að þeir hafi verið örlátir við sjálfa sig.

Til gamans má geta að það eru karlmenn sem hafa mestan áhuga á typpastærðum. DailyMail, sem fjallaði um kortið góða, bendir á að samkvæmt rannsókn sem fór fram árið 2002 sögðu bara 21 prósent kvenna að typpastærð skipti máli og bara eitt prósent þeirra sagði typpastærð skipta miklu máli. Samkvæmt sambærilegri rannsókn sem fór fram árið 2009 sögðust 79 prósent karla óska þess að typpi þeirra væri stærra og 48 prósent af þessum mönnum lugu til um stærð sína.

Nýlegar rannsóknir benda svo til þess að typpi séu almennt að stækka í heiminum. Meðalstærð holdrisa hafi aukist um 24 prósent síðustu 30 árin. Mögulega má rekja þetta til þess að karlmenn hefja nú kynþroska fyrr en áður en með kynþroska fer hormónastarfsemin á fullt, sérstaklega testasterón, sem hefur áhrif á vöxt líkamans, þar með talið getnaðarlimsins. Þar sem kynþroskinn byrjar fyrr byrja þessi hormón fyrr en ella að hafa áhrif sem hefur mögulega reist upp meðaltalið á fullri reisn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu