fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Nýjustu Íslandsvinirnir eru dansandi Londonfjölskyldan – Hálf milljón áhorfa á fyrsta myndbandið

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku hjónin Holly Cooper og James Collins og dætur þeirra, Mimi, sjö ára og Pixi, þriggja ára, eru nýjustu Íslandsvinirnir. Á samfélagsmiðlum kalla þau sig TheLndfamily (The London Family) eða einfaldlega Fjölskyldan frá London.

Fjölskyldan kom til landsins í gær og er þegar búin að birta þrjú myndbönd frá ferðinni á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by The London Family (@theldnfamily)

„Þetta er fyrsta skiptið okkar hér og við erum svo spennt að skoða og uppgötva. Við erum búin að bóka Bláa lónið, hvalaskoðun og Gullna hringinn. Ef það er eitthvað sem við ættum að sjá, gera eða borða látið okkur vita.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by The London Family (@theldnfamily)

Í heimsfaraldrinum þegar allur voru í innilokun heima þá byrjaði fjölskyldan að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem þau dönsuðu saman við þekkt popplög. Nokkur þeirra slógu rækilega í gegn og má telja áhorfið í tugum milljóna á þeim vinsælustu. Fjölskyldan hélt því áfram og birtir nú myndbönd af sér dansandi víða um heiminn, og efni um mat og tísku. Þau eru vinsæl á TikTok, Instagram og Facebook.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by The London Family (@theldnfamily)

Hjónin kynntust 16 ára í listaskóla í London og reka í dag sviðslistaskólann MPA Academy and Agency þar sem börn og ungmenni læra dans, söng og leiklist. Bæði hafa dansað frá barnsaldri og hefur Collins dansað fyrir fjölmargar poppstjörnur eins og Lady Gaga, Rihanna og Taylor Swift. Fjölskyldan hefur komið fram víða í viðtölum, eins og til dæmis í The Ellen Degeneres Show.

Þau segja dansinn og samfélagsmiðlaathyglina hafa gefið þeim fjölmörg tækifæri, meiri tíma með börnunum þeirra og dýrmætar minningar og reynslu. Þau segja að svo lengi sem það sé gaman þá muni þau halda áfram.

Fjölskyldan nýtur þess að dansa saman og sýna þau oft þaulæfðar dansrútínur í myndbndum sínum. Oftast hljóma þekkt popplög undir og myndböndin eru skemmtileg og litrík. Einnig birta þau oft svokölluð Bak við tjöldin myndbönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði