fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fókus

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2025 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Mandy Moore hefur fengið yfir sig harða gagnrýni eftir að hún deildi söfnun í þágu fjölskyldumeðlima sem misstu heimili sitt í eldunum í Los Angeles.

Moore deildi á föstudag GoFundMe söfnun fyrir tengdabróður og svilkonu á Instagram-síðu sinni og hvatti fólk til að styrkja þau.

„Þar sem von er á frumburði þeirra eftir öfráar vikur þurfa þau stuðning okkar meira en nokkru sinni áður. Griff er tónlistarmaður á tónleikaferðalagi sem missti allan búnaðinn sinn, trommur og slagverk, sem hann notar sér til tekjuöflunar. Þetta er bara svo yfirþyrmandi. Svo mörg hafa spurt hvernig þau geti hjálpað á þessum ólýsanlega álagstíma. Gerið það íhugið að styrkja og deilið söfnunninni til að hjálpa þeim að koma fótunum aftur undir sig.“

Þessi færsla Moore vakti hörð viðbrögð. Margir bentu á að leikkonan ætti nóg af peningum. Gat hún ekki bara styrkt þau sjálf í stað þess að biðja efnaminni fylgjendur sína um ölmusu? Moore er metin á milljarða.

Þá bætti Moore við færslu sína og vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna.

„Fólk sem er að efast um það hvort við séum að hjálpa okkar eigin fjölskyldu eða vísa í einhverja handahófskennda fjárhæð sem Google segir að einhver eigi er EKKI hjálplegt og laust við samkennd. Auðvitað erum við að hjálpa. Félagi okkar Matt efndi til söfnunarinnar og ég er að deila henni því fólk hefur spurt hvernig það geti hjálpað þeim.“

Moore bætti við að hún hefði sjálf misst mikið í eldunum. Hún missti þó ekki heimili sitt en bílskúrinn, stúdíó og bakhús.

„Við misstum líka mestallt okkar í eldunum. Svo vinsamlegast fokkið ykkur. Enginn er að þvinga ykkur til eins né neins.“

Eftir að tæplega 30 milljónir höfðu safnast ákvað skipuleggjandi söfnunarinnar að loka fyrir frekari styrki.

Leikkonan segir í annarri færslu:

„Til að vera hreinskilin þá er ég í áfalli og bara dofin út af öllu því sem fólk hefur misst, þar með talið fjölskylda mín. Skóli barna minna er farinn. Uppáhalds veitingastaðir okkar eru rjúkandi rústir. Svo margir vinir og ástvinir hafa misst allt. Samfélagið okkar er brotið en við munum byggja það upp saman að nýju. Ég sendi ást til allra sem hafa orðið fyrir barðinu á eldunum og til þeirra í framlínunni sem vinna að því að ná tökum á eldunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég elska Valentínusardaginn því allir elska mig“

Vikan á Instagram – „Ég elska Valentínusardaginn því allir elska mig“
Fókus
Í gær

Móðir Helga minnist hans – „Hann sagði mér að þetta væri upphafið að endinum“

Móðir Helga minnist hans – „Hann sagði mér að þetta væri upphafið að endinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vildi draumahringinn en skipti svo um skoðun – „Ég reyndi bara að rífast ekki“

Vildi draumahringinn en skipti svo um skoðun – „Ég reyndi bara að rífast ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur um besta bætiefnið – Ókeypis og aðgengilegt öllum

Ragnhildur um besta bætiefnið – Ókeypis og aðgengilegt öllum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mögnuðu brúðkaupi slegið upp í Parísarflugi Play – „Má ég borða kökuna?”

Mögnuðu brúðkaupi slegið upp í Parísarflugi Play – „Má ég borða kökuna?”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?

Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar

Myndband: Svona býrðu til QR-merki með aðstoð gervigreindarinnar