fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fókus

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 11:12

Alexandra og Gylfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi verslunarinnar Mía, var gestur í þættinum Undirmannaðar og sagði einlæg frá mjög krefjandi ófrjósemisbaráttu, lífinu í útlöndum og mörgu öðru.

Alexandra er gift knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og eiga þau saman tvö börn.

„Þetta er svo skrýtið, þegar maður verður tilbúinn [í barneignir] þá er hausinn kominn svo langt, maður er svo spenntur. En svo gerist það ekki, en maður ætlar að gefa þessu ár en hvað sem er mælt með, svo mánuð eftir mánuð gerist ekki neitt…“

Alexandra segir að á þeim tíma hafi hún byrjað að hafa áhyggjur af því að það væri kannski ekki allt í góðu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það vær eiitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára.“

Þau ákváðu að fara og láta athuga málið. „Þá kom í ljós,  samkvæmt þessu, að við þyrftum hjálp. Og þetta ferli stóð alveg í mörg ár án árangurs, sem er náttúrulega ótrúlega þungt að bera. Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“

„Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra sagði engum frá hvað hún væri að ganga í gegnum nema fjölskyldu og sínum nánustu en hún var farin að vilja segja fleirum frá undir lokin. „Þetta var svo stór partur af mér og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.““

Hún segir að það hafi verið mikill léttir að tala loksins opinskátt um þetta. „Maður er líka á þeim aldri og búin að vera lengi saman að fólk var með alls konar athugasemdir sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“

Alexandra ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum