fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Fréttamaður fær á baukinn fyrir tískuútspil sitt í beinni útsendingu

Fókus
Föstudaginn 10. janúar 2025 12:30

David Muir í beinni með þvottaklemmu á bakinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Muir, fréttamaður ABC News, hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki fyrir einkennilegt tískuútspil sitt í beinni sjónvarpsútendingu frá skógareldunum í Los Angeles í vikunni.

Muir, sem er einn þekktasti fréttamaður ABC, flutti þar fréttir af hinum skelfilegu skógareldum í borginni sem dregið hafa tíu til dauða og gjöreyðilagt heimili mörg þúsund borgarbúa.

Í útsendingunni var Muir klæddur í gulan jakka sem var merktur ABC en í eitt skiptið, þegar hann sneri sér við, sást að hann var búinn að setja þvottaklemmu á bakið –  væntanlega til að gera jakkann aðeins þrengri og draga fram lögulegt útlit sitt.

Muir var gagnrýndur töluvert fyrir þetta á samfélagsmiðlum.

„Flottur jakki, félagi. Það er gott að þú lítur vel út með þessa þvottaklemmu á bakinu, á sama tíma og borgin okkar brennur,“ sagði til að mynda sjónvarpsþáttaframleiðandinn Jack Osbourne.

Nú greinir New York Post frá því að stjórnendur ABC séu ekki par hrifnir af uppátæki Muir og taki undir að það hafi verið taktlaust.

Heimildarmenn New York Post bendi þó á að þetta þurfi ekki að koma á óvart og benda til dæmis á Instagram-síðu hans máli sínu til stuðnings. Þar megi finna myndir af kappanum þar sem vöðvarnir sjást greinilega og hann leggi augljóslega mikið upp úr útliti sínu.

„Það er aumkunarvert að sjá hann flexa vöðvunum og pósa. Þetta er eins og blanda af Zoolander og Anchorman. Það er eins og hann gleymi því að hann er andlit ABC News en ekki Abercrombie & Fitch,“ segir einn heimildarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið