fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Fókus
Fimmtudaginn 11. september 2025 10:22

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Denise Richards rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur sem voru heima hjá fyrrverandi eiginmanni hennar, Charlie Sheen.

Heimildaþáttaröðin aka Charlie Sheen kom út á Netflix á dögunum og þar lætur leikarinn og nánir aðstandendur hans allt flakka.

Richards segir frá því að framleiðendur „Two and a Half Men“ hringdu reglulega í hana þegar Sheen var hvergi að finna, þó þau hafi þegar verið skilin á þessum tíma.

„Þegar þeir voru örvæntingafullir voru þeir alveg: „Viltu plís koma og athuga hvort hann sé lifandi? Við höfum ekki séð hann í tvo daga.“ Ég fór þá heim til hans og barði á dyrnar og gargaði þar til einhver opnaði.“

Hún rifjar upp sérstaklega eftirminnilega heimsókn. Hún segir að meðleikari Sheen í þáttunum, Jon Cryer, hafi einnig verið í húsinu.

„Ég var að búa til samlokur og Jon var mjög stressaður og spurði: „Hvað ertu að gera?“ og ég sagði: „Hann hefur ekkert borðað þannig ég er að gera samlokur.“ Og síðan komu tvær eða þrjár vændiskonur niður og ég man að Jon spurði mig: „Ertu að gera samlokur fyrir þær líka?“ Og ég sagði: „Nú já, hvað á ég að segja? Því miður, vegna atvinnu ykkar þá fáið þið ekki samloku?““

Richards, 54 ára, og Sheen, 60 ára, giftust árið 2002, innan við ári eftir að þau byrjuðu saman. Þau eignuðust tvær dætur saman, Sami, 21 árs, og Lola, 20 ára. Þau skildu árið 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Freyja flytur sig um set

Freyja flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns