fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. september 2025 09:02

Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir opnar sig um erfiðleika og loftárásirnar í Katar, en hún lýsir hræðslunni þegar hún heyrði í sprengjunum.

Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni. Fjölskyldan hefur verið búsett í Katar frá árinu 2019.

Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

„Ég hef verið frekar hljóðlát undanfarið,“ segir Kristbjörg í færslu á samfélagsmiðlum og útskýrir af hverju:

„Það er búið að vera erfitt að koma aftur í Katar eftir þrjá mánuði á Íslandi. Við höfum þurft að sætta okkur við það að loðbarnið okkar Ninja er ekki lengur hjá okkur. Að vakna klukkan fimm á morgnanna, skutla í skólann, pakka nesti, þrífa og reyna að koma húsinu í lag, það hefur verið nóg að gera.

Við þurftum líka að kveðja barnfóstruna okkar til sex ára og erum að leita eftir nýrri til að hjálpa mér með nokkra hluti. Ofan á það hefur verið nóg að gera í vinnunni og ég er að reyna að halda öllu gangandi. Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að leggja mig, bara til að fúnkera. Ég veit að hvíld skiptir máli en ég sakna þess að hreyfa líkama minn almennilega, því líkamsrækt heldur geðheilsunni í lagi. Ég er sífellt að minna mig á að þetta sé bara tímabil og muni ganga yfir.“

Kristbjörg ræðir einnig um loftárásirnar. „Fyrir tveimur dögum gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Katar. Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er allt rólegt núna og vonandi verður það áfram þannig, en þetta lét mig hugsa um fólkið í Palestínu sem býr við þennan ótta á hverjum degi.“

Kristbjörg lítur björtum augum fram á veginn. „Þessi árstíð er frekar þung, en ég veit að þetta er tímabil. Hægt og rólega mun jafnvægi komast á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm