fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. september 2025 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Cabot, bráðum fyrrverandi eiginmaður Kristin Cabot, stígur fram og rýfur þögnina um alræmda atvikið á Coldplay þar sem komst upp um framhjáhald eiginkonu hans og yfirmanns hennar, Andy Byron.

Hljómsveitin Coldplay hélt eftirminnilega tónleika í Boston þann 16. júlí sem munu seint líða mönnum úr minni. Coldplay notaði svokallaða kossavél (e. kiss-cam) til að varpa upp myndum af ástföngnum tónleikagestum. Þegar myndavélin beindist að þeim Andy Byron og Kristin Cabot krossbrá þeim. Þau höfðu verið í innilegu faðmlagi en þegar myndavélin beindist að þeim sneri Kristin sér hratt við og Andy nánast kastaði sér til hliðar. Þau voru bæði gift, en ekki hvort öðru.

@thesun Cringeworthy footage shows the moment Coldplay’s Chris Martin accidentally exposed a tech tycoon seemingly having an affair with a colleague. #coldplay #cheating #caughtout #fyp #chrismartin ♬ original sound – The Sun

Myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu um netheima og vakti málið gríðarlega athygli. Andy var forstjóri tæknifyrirtækisins Astronomer, en hefur sagt af sér. Kristin starfaði hjá sama fyrirtæki sem mannauðsstjóri en hún hefur einnig sagt starfi sínu lausu.

Eiginmaðurinn tjáir sig

NBC greindi frá því um helgina að Kristin Cabot væri búin að sækja um skilnað frá Andrew. Hún lagði fram skilnaðarskjöl þann 13. ágúst síðastliðinn.

Margir veltu því fyrir sér hvort að skilnaðurinn tengdist atvikinu í júlí en nú hefur Andrew stigið fram og rofið þögnina.

Talskona hans sagði í samtali við People í gær að parið hafi verið skilið á borði og sæng nokkrum vikum fyrir Coldplay tónleikana.

„Þau voru búin að taka ákvörðun um skilnað fyrir þetta kvöld. Nú þegar þetta er orðið opinbert vonar Andrew að fólk veiti fjölskyldu hans frið.“

Talskonan sagði einnig að Andrew mun ekki tjá sig frekar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld