fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fókus

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 19. júlí 2025 18:00

Robbie Williams með foreldrum sínum Peter og Janet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Robbie Williams greinir frá því að móðir hans þekki hann ekki lengur vegna heilabilunar. Faðir hans og tengdamóðir séu einnig veik.

Breska blaðið The Daily Star greinir frá þessu.

Hinn 51 árs gamli poppari Robbie Williams sagði frá því á tónleikum í Þýskalandi að móðir hans, Janet, þekki hann ekki lengur. Janet er 84 ára gömul og þjáist af heilabilun.

„Móðir mín er með heilabilun og hún veit ekki hver ég er lengur,“ sagði Robbie, sem ferðast nú um Evrópu á Britpop túrnum. „Hún veit ekki hvar hún er lengur.“

Parkinson´s

Þetta voru ekki einu heilbrigðisvandamál fjölskyldunnar sem poppstjarnan deildi með aðdáendum sínum. En hann greindi einnig frá því að faðir hans, Peter, þjáist af Parkinson´s taugahrörnunarsjúkdómnum. Þá sé tengdamóðir hans að kljást við marga sjúkdóma þessi misserin.

„Pabbi minn er með Parkinson´s og getur ekki farið út úr húsi,“ sagði Robbie.

Faðir hans heillaði aðdáendur

En Robbie sagði aðdáendum sínum ekki aðeins frá hörmungum tengdum foreldrum sínum. Hann lýsti einnig fallegum minningum.

Meðal annars sagði hann frá því að faðir hans hefði margsinnis komið upp á svið til hans þegar hann var að koma fram. Gamli maðurinn hefði heillað áhorfendur upp úr skónum. Eftir það hefði hann farið baksviðs og fengið sér glas af rauðvíni. Því miður séu þessir dagar þó löngu liðnir.

Hugrakkasta konan

Robbie sagðist vera mjög náinn tengdamóður sinni og liti mjög upp til hennar.

„Hún er með lúpus, Parkinson´s veiki og krabbamein,“ sagði Robbie. „Hún er hugrakkasta dama sem til er og hún er að berjast og berjast og berjast.“

Ekki reiðubúinn

Sagði Robbie að honum fyndist undarlegt að vera að takast á við þessi vandamál innan fjölskyldunnar nú þegar hann sé orðinn 51 árs gamall.

„Þetta er skrýtinn staður til að vera á, þessi staður sem við erum allt í einu komin á, 51 árs, það er mjög skrýtið að vera orðinn fullorðinn,“ sagði hann. „Ég er ekki reiðubúinn fyrir þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty

Minnist vináttunnar á árs dánarafmæli Doherty
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Þess vegna lifa konur lengur en karlar