fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Fókus

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Fókus
Sunnudaginn 27. apríl 2025 23:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Katy Perry brotnaði saman og grét á sviði á dögunum, en hún hóf nýtt tónleikaferðalag með tónleikum í Mexíkóborg í síðustu viku.

Eftir að myndbönd fóru að berast frá fyrstu tónleikunum fékk söngkonan yfir sig harða gagnrýni en hún er meðal annars sökuð um að hafa lagt lítinn metnað í sviðssetninguna, og eins er hún að notast við gervigreindarmyndir, aðdáendum til lítillar gleði.

Hún hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir asnaleg dansspor og áfram mætti lengi telja. Þetta hefur verið erfiður mánuður fyrir Perry sem hefur verið höfð að háði og spotti fyrir að skella sér í kvennaferð út í geim sem mörgum finnst vera hámark forréttindafirringar og með öllu tilgangslaus. Ferðin varði aðeins í nokkrar klukkustundir og var um svokallaðan geimtúrisma að ræða.

Á næstu tónleikunum mátti svo sjá söngkonuna gráta uppi á sviði þegar hún söng lag sitt, Pearl. Textinn átti vel við núna en þar segir:

„En ég vaknaði og varð sterkari. Ég get enn þraukað. Og enginn getur tekið af mér perluna.“

Aðdáendur Perry voru hrifnir af þessari tilfinningaþrungnu stund. Einn skrifar: „Þú hefur aldrei verið ein og yfirgefin Katy. Í hverju tári sem þú fellir má finna hafsjó af aðdáendum sem eru tilbúnir að umvefja þig. Takk fyrir að halda áfram að skína jafnvel þó heimurinn reyni að kæfa ljósið þitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Breytir nafninu sínu aftur

Breytir nafninu sínu aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin