fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. september 2024 13:49

Mynd/Instagram @unnurola.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Kristín Óladóttir hefur náð ótrúlegum árangri síðastliðin tvö ár.

Unnur er gullsmiður, einkaþjálfari, fitnesskeppandi og áhrifavaldur.

Hún birti á dögunum tvær myndir á Instagram. Tvö ár eru á milli myndanna, myndin til vinstri er síðan 2022 og myndin til hægri er ný.

„Eftir seinni meðgönguna mína hélt ég og trúði að ég fengi aldrei bossann minn aftur. Djöfull er ég búin að vinna fyrir þessu,“ segir Unnur og bætir við:

„Blóð, sviti og tár! OG MIKILL MATUR!“

Mynd/Instagram @unnurola.is

Sneri aftur eftir fimm ára pásu

Unnur sneri aftur á keppnissviðið í maí eftir fimm ára pásu. Hún var gestur í Fókus, hlaðvarpsþætti DV, í febrúar og opnaði sig um pásuna, líkamlegu og andlegu heilsuna og margt annað.

Unnur sagði frá því hvernig hún missti matarlystina, átti erfitt með að finna gleðina og brosa, hún hafði fjarlægst fólkið sitt og fann að hún var búin að ná botninum. Þá var bara eitt í stöðunni: Standa á fætur og rífa sig upp.

„Þegar maður er kominn á botninn er maður bara kominn á botninn, þá er spurningin hvernig ætlum við að komast upp? Ég ákvað að setjast niður með sjálfri mér og líta inn á við, bara hver er ég? Það var mjög erfið spurning, ég skrifaði hjá mér alls konar punkta og ég ákvað að gera það sem hafði virkað fyrir mig áður […] að finna ástríðuna mína. Það er fitnessið.“

Unnur tók upp símann og hafði samband við þjálfara sem hún hafði áhuga að vinna með. Hún hefur einnig farið til sálfræðings til að styrkja andlegu hliðina.

„Ég byrjaði að æfa daglega, ógeðslega erfitt en ég mætti samt […] Svo bara gjöra svo vel að borða. Ég var búin að segja [þjálfaranum] hvað markmiðið mitt væri, að mig langaði að keppa eftir ár.“

Þurfti að pína ofan í sig mat

„Svo byrjaði ég að borða, píndi svoleiðis ofan í mig matinn. Fékk mjög sveigjanlegt og fínt matarprógram, engir öfgar, bara borða,“ sagði hún.

Unnur segir að hún hafi þurft að neyða sig til að borða og hafi oft kúgast, matarlystin hafi ekki verið til staðar en hún vissi að hún þyrfti að næra sig. „Ég tók bara einn dag í einu, bara klukkutíma fyrir klukkutíma. Stillti vekjaraklukkuna: Borða. Tveimur tímum seinna: Borða.“

„Þegar ég fór að æfa og borða bættist svefninn í kjölfarið. Þetta er ótrúlega einfalt, það vita þetta allir en það er erfitt að byrja. Það er erfitt að fara af stað, en um leið og þetta er komið þá finnurðu hvað þú hefur miklu meiri orku. Auðvitað koma bakslög líka, þú þarft bara að díla við það hverju sinni.“

Sjá einnig: Unnur þurfti að pína ofan í sig mat – „Ég tók bara einn dag í einu, klukkutíma fyrir klukkutíma“

Fylgstu með Unni á Instagram. Hún er dugleg að deila ferlinu með fylgjendum. Hún er hvetjandi og sýnir allt, ekki bara glansmyndina.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fjölskyldan með leyniorð? – Það bjargaði lífi 10 ára stúlku

Er fjölskyldan með leyniorð? – Það bjargaði lífi 10 ára stúlku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi