fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Fókus
Föstudaginn 6. september 2024 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Shia LaBeouf hefur stundum komið sér í fréttirnar fyrir vafasama hegðun og nú hafa breskir fjölmiðlar birt myndband af leikaranum eftir að upp úr sauð fyrir utan bar í Edinborg í Skotlandi um síðustu helgi.

Leikarinn, sem er 38 ára, er talinn hafa verið staddur í Skotlandi vegna eiginkonu sinnar, Miu Goth, sem er þar við tökur á nýrri Frankenstein-mynd.

Á myndbandi sem Daily Mail birti sést leikarinn kasta af sér derhúfunni og lyfta hnefunum og hvetja að minnsta kosti einn ungan mann til að koma og slást við sig. Ekki er vitað hvað varð til þess að upp úr sauð en sem betur fer kom ekki til slagsmála að þessu sinni.

Atvikið átti sér stað á laugardagskvöld og segir starfsmaður á bar í hverfinu að leikarinn hafi verið þar einnig á föstudagskvöld og verið kurteis og almennilegur.

Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem leikarinn kemur sér í fréttirnar vegna vafasamrar hegðunar. Árið 2014 var hann handtekinn fyrir að trufla sýningu á söngleiknum Cabaret á Broadway í New York. Þá var hann handtekinn árið 2017 fyrir að sýna ógnandi tilburði í garð lögregluþjóns og árið 2020 var hann kærður fyrir líkamsárás í Los Angeles. Þá sakaði fyrrverandi kærasta hans, tónlistarkonan FKA Twigs, hann um líkamsárás og kynferðislegt ofbeldi meðan á sambandi þeirra stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar