fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fókus

Segir að lífið sé erfitt eftir að hafa hætt á Ozempic

Fókus
Miðvikudaginn 4. september 2024 14:21

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Claudia Oshry missti um 32 kíló á Ozempic en hætti á lyfinu í nóvember í fyrra.

Claudia nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og neitaði því fyrst þegar aðdáendum hennar fór að gruna að hún væri á lyfinu. Hún gekkst að lokum við því og hefur síðan þá verið mjög opin um raunir sínar.

Hún byrjaði á lyfinu í september 2022, opinberaði það í ágúst 2023 og hætti á því í nóvember 2023.

Í júlí sagðist Claudia glíma við óseðjandi hungur eftir að hafa hætt á lyfinu.

„Ég reyni að borða góðgæti í hollari kantinum, því ég er ennþá að reyna að léttast en vil gera það sjálf. Ég er alltaf að leita að einhverju sem mun gera mig sadda,“ segir hún.

„Ég bara verð ekki södd, það er ómögulegt. Ég var að borða steik og ég er glorhungruð, þannig ég er að fá mér popp.“

@girlwithnojob Replying to @Lydia White ♬ original sound – Claudia Oshry

Missti aðeins tökin

Í nýlegu myndbandi segir Claudia að hún þurfi að hafa mikið fyrir því að viðhalda þyngdartapinu eftir Ozempic.

„Lífið eftir Ozempic er erfitt, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er það mjög, mjög erfitt,“ segir hún.

„Það koma margir dagar þar sem mig langar að byrja aftur á lyfinu en mér fannst mjög mikilvægt að ekki bara léttast á Ozempic en viðhalda þyngdartapinu og breyta lífi mínu.“

Claudia segir að sumarið hafi verið sérstaklega erfitt. Margir hafi átt afmæli, hún meðtalin.

„Ég varð líka lasin og byrjaði að taka aftur upp gamla ósiði. En ég er komin aftur í gang,“ segir hún og fer yfir alls konar millimál sem henni finnst gott að borða yfir daginn. En hún er mikið fyrir að snarla yfir daginn og segir að lykillinn sé að eiga eitthvað sem er bæði hollt og bragðgott í eldhússkápnum.

@girlwithnojob Replying to @harper ♬ original sound – Claudia Oshry

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara