fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fókus

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. september 2024 09:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur sögðust hafa miklar áhyggjur af sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en þeim þótti hún frekar þvoglumælt í nýju myndbandi.

Ray, 56 ára, birti myndband á Instagram á mánudaginn til heiðurs söngvaranum Tony Bennett, og eldaði hans uppáhalds máltíð: Osso buco.

Í myndbandinu rifjaði hún upp kvöldstund þar sem hún bauð Bennett og eiginkonu hans, Susan Crow, í mat og „drap hann næstum því.“

Tony Bennett at his birthday celebration in August 2013.
Söngvarinn lést í júlí 2023, orðinn 96 ára gamall. Mynd/Getty Images

„Ég var nýbúin að bóna gólfin því, nú jæja, Tony Bennett var að koma í mat. Ég þurfti að hafa gólfin fullkomin og allt húsið þurfti að vera hreint og allt bara frábært,“ sagði hún og viðurkenndi að hún gæti hafa gengið aðeins of langt því stóll Bennett „rann undan honum“ og hann datt og rak höfuðið í marmaraborðið hennar.

Sem betur fer meiddi hann sig ekki og borðaði „tvöfaldan skammt“ af matnum sem hún eldaði fyrir hann.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Home.Made.Nation (@home.made.nation)

Aðdáendur virtust ekki hafa áhuga á sögu Ray heldur vildu þeir vita hvort það væri allt í lagi með hana.

„Ég elska þig, en ertu í lagi? Ég hef miklar áhyggjur,“ sagði einn.

„Bíddu! Hvað er í gangi með Rachael Ray?“ spurði annar.

Margir komu henni til varnar. „Hún er að eldast eins og við öll hin. Kannski er hún eitthvað veik eða á einhverjum lyfjum, sama hvað það er þá er það engin ástæða til að vera leiðinleg.“

Rachael Ray at Fox & Friends in February 2016.
Rachael Ray í febrúar 2016. Mynd/Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gríðarlegur munur á Johnny Depp frá því að „rotnandi“ tennur hans vöktu athygli

Gríðarlegur munur á Johnny Depp frá því að „rotnandi“ tennur hans vöktu athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Innlit á heillandi og hlýlegt heimili Jennifer

Innlit á heillandi og hlýlegt heimili Jennifer
Fókus
Fyrir 4 dögum

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elton John á batavegi eftir svæsna augnsýkingu

Elton John á batavegi eftir svæsna augnsýkingu