fbpx
Föstudagur 13.september 2024
Fókus

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. september 2024 09:36

Sunneva Halldórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunneva Halldórsdóttir, mastersnemi í líf- og læknavísindum, kíkti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða um skaðleg efni í vörum frá kínverskum netverslunarrisum. Hún sagðist sérstaklega hafa áhyggjur af barnafatnaði, leikföngum og öðrum barnavörum frá þessum verslunum og að margir muni nýta sér þjónustu þessara risa fyrir jólin.

Sunneva heldur úti Instagram-síðunni Efnasúpan og birti á dögunum færslu, með yfirskriftinni „Efnasúpan í fatnaði frá Shein og Temu“, sem hefur vakið mikla athygli.

„Það hafa eflaust margir séð umfjallanir á netinu og í fjölmiðlum um skaðleg efni sem hafa fundist í fatnaði og vörum frá netverslunarrisunum Shein og Temu. Þó nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í mismunandi löndum á fatnaði og öðrum varningi frá þessum síðum og hafa þær leitt í ljós fjölda skaðlegra efna sem leynast í vörunum og efna í óæskilegum styrkleikum. Ég skil það vel að það sé freistandi að versla svona ódýrt – en spurning hvort ódýrt sé réttlætanlegt þegar sumar vörur geta haft skaðleg áhrif á neytandann?“

Sjáskot/Efnasúpan

Lestu alla færsluna frá Sunnevu hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef hún birtist ekki og ýttu á örina til hægri til að lesa meira.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Efnasúpan🧪🥣🫧 (@efnasupan)

Sérstakt áhyggjuefni varðandi börn

Sunneva sagði í Bítinu að þetta séu fyrirtæki sem hika ekki við að nota ódýrustu og verstu efnin í vörurnar sínar.

„Þetta hefur verið mikið umfjöllunarefni síðastliðna mánuði sérstaklega því þessar netverslanir eru alltaf að stækka og fleiri og fleiri að versla þaðan, og þetta er kannski sérstakt áhyggjuefni varðandi börn,“ sagði hún og svaraði játandi þegar Lilja Katrín, útvarpskona, spurði hvort hún væri þá að meina barnafatnað.

„Þetta eru alls konar efni, þetta getur verið allt frá þalötum og yfir í þungamálma og allt þar á milli.“

Það er ekki alltaf nóg að þrífa fötin. „Ekki alltaf. Sérstaklega fatnaður með áprentuðum myndum, plastefnin í þessum áprentuðum myndum er oft eitthvað sem þvæst ekki úr. Svo þurfum við líka að hafa í huga að þó við séum að kaupa flík og þvo hana þá fer það í frárennslið okkar og þetta kemur allt í hausinn á okkur aftur, bara í gegnum jarðveginn.“

Áhrif á innkirtlastarfsemi

Þessi efni geta haft skaðleg áhrif á heilsu barna. „Við þurfum að hafa áhyggjur af þessu, sérstaklega rokgjörnu lífrænu efnasamböndum sem geta haft áhrif á hormónakerfið okkar, hormónaraskandi áhrif, líkja eftir hormónum og trufla innkirtlastarfsemi,“ segir Sunneva.

„Rannsóknir hafa sýnt fram á alls konar skaðleg áhrif […] Ég er ekki að segja að einhver ein flík valdi ófrjósemi í framtíðinni eða eitthvað svoleiðis, en við þurfum að hafa þessi samanlögðu áhrif í huga og kannski reyna að vanda valið hvað við veljum.“

Margir landsmenn eru farnir að huga að jólagjafakaupum og óttast Sunneva að sumir muni nýta sér þessa netverslunarrisa. „Ég hef áhyggjur af því núna fyrir jólin að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín, hvort sem það er fatnaður eða barnaleikföng úr lélegu plasti og svoleiðis, á þessum síðum,“ segir hún.

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Pexels

Hvað með hinar verslanirnar?

Sunneva sagði að það geti verið erfitt að vita hvað sé í lagi og hvað ekki. „Og maður veltir alveg fyrir sér hvort þetta séu bara þessar Shein og Temu verslanir eða hvort H&M, Zara, Asos, Boohoo, Primark og allt þetta sé eitthvað skárra. Það er erfitt að segja til um það en við getum reynt að vanda valið og skoða þá úr hverju flíkin er. Þessar stóru keðjur notast mikið við gerviefni og gerviefnablöndur,“ segir hún og útskýrir nánar hvaða efni sérstaklega skal varast.

„Það er aðallega að skoða hvort þetta séu bara gerviefnablöndur, eru þetta bara akrýl, pólýester, viskós, einhverjar blöndur,“ segir hún og bætir við að gott sé að leita að lífrænum bómull þegar kemur að barnafatnaði.

„Gott ef það er GOTS vottun á þeim fatnaði. Ég veit að öll ungbarnaföt í Lindex eru með þeirri vottun og eru þá úr lífrænum bómull og þá getur maður vonað að þau föt hafi ekki verið úðuð með skordýraeitri og svo framvegis.“

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg