fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Fókus

Fagnaði 80 ára afmæli eiginmannsins með nektarmynd

Fókus
Föstudaginn 27. september 2024 09:45

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir ráku upp stór augu þegar huggulega leikkonan Catherine Zeta-Jones tók saman við leikarann Michael Douglas. Ekki vegna þess að Michael væri svo óhuggulegur, þvert á móti þótti hann álitlegur kostur, heldur sökum þess að Michael er 25 árum eldri en leikkonan.

Reglulega er predikað að sambönd með svona miklum aldursmun gangi sjaldan til lengdar. Rannsóknir hafa verið gerðar, og tölfræði birt sem virðist styðja við þá fullyrðingu. En Catherine og Michael ákváðu að vera undantekningin og hafa gengið saman allar götur síðan árið 1998.

Þau fæddust bæði þann 25. september, Catherine árið 1969 og Michael árið 1944. Hann fagnaði því stórafmæli á miðvikudaginn og til að fagna áfanganum og afmæli þeirra beggja birti leikkonan mynd af sér í engum klæðum, hún var aðeins í hælaskóm.

Mynd/Instagram

„Eftir að hafa deilt afmælisdegi mínum með eiginmanni mínum síðastliðin 25 ár er ég að verða uppiskroppa með gjafahugmyndir. Þetta er hugmynd númer tvö, golfkúlur var mín fyrsta hugmynd, að sjálfsögðu,“ sagði hún kímin.

Hún birti annað myndband af sér og Bono syngja afmælissönginn fyrir Michael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Í gær

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Í gær

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið
Fókus
Í gær

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Timothée Chalamet nær óþekkjanlegur í nýju hlutverki

Timothée Chalamet nær óþekkjanlegur í nýju hlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“