Margir ráku upp stór augu þegar huggulega leikkonan Catherine Zeta-Jones tók saman við leikarann Michael Douglas. Ekki vegna þess að Michael væri svo óhuggulegur, þvert á móti þótti hann álitlegur kostur, heldur sökum þess að Michael er 25 árum eldri en leikkonan.
Reglulega er predikað að sambönd með svona miklum aldursmun gangi sjaldan til lengdar. Rannsóknir hafa verið gerðar, og tölfræði birt sem virðist styðja við þá fullyrðingu. En Catherine og Michael ákváðu að vera undantekningin og hafa gengið saman allar götur síðan árið 1998.
Þau fæddust bæði þann 25. september, Catherine árið 1969 og Michael árið 1944. Hann fagnaði því stórafmæli á miðvikudaginn og til að fagna áfanganum og afmæli þeirra beggja birti leikkonan mynd af sér í engum klæðum, hún var aðeins í hælaskóm.
„Eftir að hafa deilt afmælisdegi mínum með eiginmanni mínum síðastliðin 25 ár er ég að verða uppiskroppa með gjafahugmyndir. Þetta er hugmynd númer tvö, golfkúlur var mín fyrsta hugmynd, að sjálfsögðu,“ sagði hún kímin.
Hún birti annað myndband af sér og Bono syngja afmælissönginn fyrir Michael.
View this post on Instagram