Carrie Ann Inaba, dómari í þáttunum, var hneyksluð yfir „dónalegu“ svari Önnu þegar hún var send heim á þriðjudaginn.
„Svar hennar sló mig svolítið út af laginu, ég spurði hvað hún hafði lært yfir þann tíma sem hún var með okkur og hún sagði bara: „Ekkert,““ sagði Inaba í samtali við Entertainment Weekly.
Anna Delvey’s final words on #DWTS may be some of the best I’ve heard on reality TV 😂 pic.twitter.com/Utp21pNTdn
— Mike Bloom (@AMikeBloomType) September 25, 2024
„Það var dónalegt, ekki bara vegna tækifærisins sem hún fékk heldur einnig fyrir dásamlega og stuðningsríka dansfélaga hennar, Ezra, sem var að taka þátt í fyrsta skipti, en líka fyrir okkur öll sem vinnum hörðun höndum í þáttunum og fyrir alla sem vinna á bak við tjöldin við gerð þeirra,“ sagði hún og bætti við:
„Við lögðum okkur öll fram að gefa henni sama tækifæri og aðrir. En ég held að hún sjái það ekki og það er leiðinlegt.“
Anna var 28 ára gömul þegar hún var dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað árið 2019. Glæpir hennar náðu yfir margra ára tímabil. Hún sat inni í tæp fjögur ár og var leyst úr haldi í desember 2019.
Henni tókst að vingast við fullt af ríkum og frægum einstaklingum á árunum 2013-2017 með því að þykjast sjálf koma frá auðugri fjölskyldu á Þýskalandi. Sannfærði hún fólk um að gífurlegt fjármagn væri eyrnamerkt henni á reikningi á vegum föður hennar sem hún fengi umráð yfir þegar hún næði tilteknum aldri. Þessi reikningur var þó að sjálfsögðu ekki til.
Árið 2022 komu út leiknir þættir á Netflix, Inventing Anna, sem eru byggðir á sögu Önnu og hvernig henni tókst að blekkja elítuna í Bandaríkjunum og svíkja út gífurlega mikið af peningum.