fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fókus

Óður frá hjarta íþróttamannsins til Ólympíuleika

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 12:57

Már Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég fór til Parísar til að keppa á mínum öðrum Ólympíuleikum. Í gegnum tíðina hef ég gert mitt besta til að samtvinna tvær helstu ástríður mínar, sund og tónlist, og að gefnu tilefni langaði mig til að gera eitthvað virkilega sérstkt vegna Ólympíuleikanna nú í ár. Ég ákvað að gefa út lag og tónlistarmyndband sem nefnist „Spirit in motion” og er þetta óður frá hjarta íþróttamannsins til leikanna,” segir sundkappinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson.

Már náði sjöunda sæti í úrslitasundinu sínu á Ólympíumóti fatlaðra í París í gær og setti Íslandsmet um leið. Það var slegið heimsmet í sundinu. 

,,Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur á Ólympíuleikum, samkennd, vináttu og keppnisskap, en einnig sársaukann og ómælda vinnuna sem fólk leggur á sig til að skara fram úr.”

Lagið er tekið upp að hluta á Íslandi en the Royal Northern College of Music Session orchestra frá Manchester spilar undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi