Moore var nýlega gestur í spjallþætti Jimmy Fallon til að kynna nýju myndina sína, The Substance.
Leikkonan fór um víðan völl en eitt af því sem vakti mest athygli var kvöldrútína hennar. Hún viðurkenndi að rútínan væri frekar sérkennileg og sagði einnig að þetta væri ein af ástæðunum fyrir því að hún sé enn einhleyp.
Demi Moore á níu hunda og þeir sofa allir með henni. „Ef einhver myndi sjá kvöldrútínuna mína, ef einhver myndi taka hana upp, þá myndu þeir sjá hversu sérvitur ég er í raun og veru. Ég þarf að raða koddunum á ákveðinn hátt svo að hundarnir sem eru svona stórir komast undir sængina,“ sagði hún.
„Ég er með tvö rúm fyrir litlu hundana svo þeir séu með rúm, uppi í rúmi. Nú skiljið þið af hverju ég er einhleyp.“
Horfðu á viðtalið hér að neðan.