fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. september 2024 14:29

Demi Moore. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og fyrirsætan Demi Moore vill gera hlutina á ákveðinn hátt. Hún segir að fyrir suma sé það kannski fráhrindandi, þá sérstaklega kvöldrútínan hennar.

Moore var nýlega gestur í spjallþætti Jimmy Fallon til að kynna nýju myndina sína, The Substance.

Leikkonan fór um víðan völl en eitt af því sem vakti mest athygli var kvöldrútína hennar. Hún viðurkenndi að rútínan væri frekar sérkennileg og sagði einnig að þetta væri ein af ástæðunum fyrir því að hún sé enn einhleyp.

Demi Moore á níu hunda og þeir sofa allir með henni. „Ef einhver myndi sjá kvöldrútínuna mína, ef einhver myndi taka hana upp, þá myndu þeir sjá hversu sérvitur ég er í raun og veru. Ég þarf að raða koddunum á ákveðinn hátt svo að hundarnir sem eru svona stórir komast undir sængina,“ sagði hún.

„Ég er með tvö rúm fyrir litlu hundana svo þeir séu með rúm, uppi í rúmi. Nú skiljið þið af hverju ég er einhleyp.“

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar