fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Kynnti Katy Perry á svið með hennar raunverulega nafni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. september 2024 09:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Orlando Bloom kynnti eiginkonu sína, söngkonuna Katy Perry, á svið á MTV verðlaunahátíðinni á miðvikudaginn.

Perry fékk Video Vanguard verðlaunin, en reynsluboltar í bransanum fá þann heiður fyrir að hafa gefið út ótalmörg goðsagnakennd tónlistarmyndbönd í gegnum árin. Shakira hlaut þann heiður í fyrra, Nicki Minaj árið 2022, Missy Elliott árið 2019, Jennifer Lopez árið 2018 og P!nk árið 2017.

„Takið vel á móti Katheryn Hudson,“ sagði Bloom og bætti síðan við: „Katy Perry!“

„Þið urðuð ástfangin af henni sem Katy Perry, ég varð ástfanginn af Katheryn Hudson. Þið þekkið hana sem stórstjörnu sem setur ást, ljós og sitt sérstaka skopskyn í hvert lag sem hún semur og hvert tónlistarmyndband sem hún býr til.“

Leikarinn sagði Perry fyrirmynd fyrir fjögurra ára dóttur þeirra, Daisy.

„Hún elskar með öllu hjartanu sínu og það er eiginlega ómótstæðilegt. Til hamingju með þennan heiður elskan mín, ég er svo stoltur af þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar