Perry fékk Video Vanguard verðlaunin, en reynsluboltar í bransanum fá þann heiður fyrir að hafa gefið út ótalmörg goðsagnakennd tónlistarmyndbönd í gegnum árin. Shakira hlaut þann heiður í fyrra, Nicki Minaj árið 2022, Missy Elliott árið 2019, Jennifer Lopez árið 2018 og P!nk árið 2017.
„Takið vel á móti Katheryn Hudson,“ sagði Bloom og bætti síðan við: „Katy Perry!“
Orlando Bloom introduces his partner Katy Perry for her Video Vanguard award moment at the #VMAs pic.twitter.com/93QStfyXvl
— The Hollywood Reporter (@THR) September 12, 2024
„Þið urðuð ástfangin af henni sem Katy Perry, ég varð ástfanginn af Katheryn Hudson. Þið þekkið hana sem stórstjörnu sem setur ást, ljós og sitt sérstaka skopskyn í hvert lag sem hún semur og hvert tónlistarmyndband sem hún býr til.“
Leikarinn sagði Perry fyrirmynd fyrir fjögurra ára dóttur þeirra, Daisy.
„Hún elskar með öllu hjartanu sínu og það er eiginlega ómótstæðilegt. Til hamingju með þennan heiður elskan mín, ég er svo stoltur af þér.“