Hún byrjar alla daga á því að borða nokkur egg, meira að segja áður en hún drekkur fyrsta kaffibollann.
„Fékk mér eggin mín áður en ég fékk mér kaffi. Alltaf, egg á undan koffíni. Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni. Get ekki fengið mér neitt annað í morgunmat,“ sagði Sunneva á samfélagsmiðlum í ágúst.
Sjá einnig: Sunneva byrjar alla daga eins – „Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni“
Sunneva er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins með um 59 þúsund fylgjendur á Instagram og 36 þúsund fylgjendur á TikTok. Hún fær því reglulega spurninguna: Hvernig sýður þú eggin þín?
Hún deildi aðferðinni sinni með áhugasömum á Instagram í gær: „Sjóða í átta og hálfa mínútu (eftir að suðan kemur upp) og svo beint undir kalt vatn.“
Það er ekkert nýtt að egg séu í uppáhaldi hjá áhrifavaldinum. Árið 2019 sagðist hún oft vera spurð hvernig hún sýður eggin sín. „Ég set vatn í pott, smá salt, bíð þangað til suðan kemur upp, lækka hitann. Set þá „timer“ á 4:30. Þegar „timerinn“ er búinn, beint í kalt, rennandi vatn. Og voilá!“ sagði áhrifavaldurinn á sínum tíma.
Nú hefur hún breytt aðferðinni og sýður nú eggin í átta og hálfa mínútu.