fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Færsla Pálma fjarlægð: „Hótuðu mér öllu illu“

Fókus
Miðvikudaginn 11. september 2024 14:17

Það er vandlifað, segir Pálmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Gestsson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, segir farir sínar ekki sléttar eftir að Facebook fjarlægði heldur saklausa færslu hans í morgun.

Pálmi segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt! Fyrr í dag birti ég plakat Borgarleikhússins af sýningunni “Sýslumaður dauðans” sem verður frumsýnd fljótlega á Nýja sviðinu. Faceb fjarlægði þetta allt saman af því þetta braut einhverjar voða mikilvægar reglur og hótuðu mér öllu illu! Ja það er vandlifað,“ sagði Pálmi sem lét fylgja með skjáskot af skilaboðunum sem hann fékk frá Facebook.

Á vef Borgarleikhússins segir að Sýslumaður dauðans sé nýr, íslenskur, súrrealískur drama-gamanleikur.

„Ævar Birkisson missir föður sinn, Birki Ævarsson og á Útfararstofu Orfeusar fær Ævar tilboð sem hann getur ekki hafnað. Upphefst Kafkaískur leiðangur Ævars í leit að föður sínum þar sem hann tekst á við ævintýralegar kynjaverur en líka rannsóknarlögreglu, spjallþáttastjórnendur og síðast en ekki síst, Sýslumann Dauðans. Verkið er skapað inn í íslenskan veruleika og er fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði.“

Höfundur verksins er Birnir Jón Sigurðsson og Stefán Jónsson er leikstjóri. Með hlutverk í leikritinu fara, auk Pálma, þau Birna Pétursdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Hákon Jóhannesson og Sólveig Arnarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar