Bandaríski leikarinn Dave Bautista mætti á frumsýningu á kvikmyndinni The Last Showgirl í Toronto í Kanada á föstudag og vakti mikla athygli viðstaddra.
Eins og sjá má er leikarinn búinn að gjörbreyta útliti sínu eins og aðdáendur þekkja hann best úr myndum eins og The Guardians of the Galaxy þar sem hann leikur Drax.
View this post on Instagram
Leikarinn sem er 55 ára hóf feril sinn sem WWE glímukappi, sagðist í viðtali við LIVE with Kelly og Mark hafa þyngst mikið fyrir hlutverk sitt í Knock at the Cabin. Til að koma sér í betra form og forðast að fá eingöngu hlutverk lík Drax, sneri hann sér að jiu-jitsu þegar hann ákvað að léttast. „Þetta er leiðin til að léttast. Ég bætti á mig mikilli þyngd fyrir Knock at the Cabin. Ég var mjög stór, eins og yfir 300 pund (136 kg).“
Við tökur á Dune sem fram fóru í Búdapest í Ungverjalandi réði Bautista félaga sinn sem einkaþjálfara. Segir Bautista að hann hafi náð af sér um 23 kg með því að æfa jiu-jitsu.
View this post on Instagram
„Ég hef fórnað miklum vöðvamassa, en ég er sáttur með það því mér líður miklu betur,“ sagði Bautista þegar Ripa minntist á að mest af þyngd hans væru vöðvar.