Ólafur er húðflúrari á stofunni Studio Creative og heldur úti hlaðvarpinu Blekaðir ásamt Degi Gunnarssyni á streymisveitunni Brotkast.
Um er að ræða 102,4 fermetra eign, geymsla er þar af 19,1 fermetrar. Ásett verð er 86 milljónir.
Íbúðin er á þriðju hæð í níu íbúða fjölbýlishúsi. Eigninni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Það er fallegt útsýni bæði til suðurs og vesturs.
Hægt er að skoða fleiri myndir og lesa nánar um eignina á fasteignavef Vísis.