Skipuleggjendur Hálandaleikanna sem fram fóru á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina voru stálheppnir því þeir hittu á rjómablíðu mitt í annars mjög köflóttu veðri sem var í Eyjum um helgina.
Um var að ræða sýningarleika sem vöktu mikla lukku. Sigurvegari var Pálmi Guðfinnson og Hilmar Örn Jónsson var í öðru sæti. Skemmtileg tilþrif sáust á mótinu sem áhorfendur skemmtu sér vel yfir.
Meðfylgjandi er stutt myndband frá keppninni.