fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fókus

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Fókus
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Elle King sagði í hlaðvarpi á dögunum að hún hafi engan áhuga á að eiga samskipti við föður sinn. Hann væri hreinlega ekki góður maður og hún hefur engan áhuga á að hafa hann í lífi sínu.

Faðir hennar er leikarinn Rob Schneider. King segir að faðir hennar hafi eitraðar skoðanir sem hafi bitnað á henni sem barni. Meðal annars sé hann haldinn miklum fitufordómum svo hann sendi hana í svokallaðar feitabollubúðir þegar hún var barn. Hann hafi eins gleymt öllum afmælisdögum og aldrei verið til staðar fyrir hana. Oft liðu allt að 4-5 ár án þess að hún heyrði nokkuð frá honum.

Þá sjaldan að þau voru í samskiptum þurfti hún að fela það hver hún er frá honum.

„Ég var þarna byrjuð að láta húðflúra mig og það var svona 40 stiga hita úti en ég þurfti að vera í peysum því pabbi minn var mjög á móti húðflúrum eða annars konar persónuleika tjáningu.“

Ekki hafi þetta skánað þegar hún var fullorðin og King segir að undanfarið hafi pabbi hennar færst lengra til hægri í stjórnmálaskoðunum sínum og ekki veigrað sér við að tala gegn réttindum hinsegin fólks.

„Ég er ósammála mörgu sem hann segir. Hann er að tala út um rassgatið á sér, hann er að tala illa um drag og gegn réttindum samkynhneigðra. Og hann má fara fokka sér.“

Rob Schneider ákvað að biðja dóttur sína fyrirgefningar, en ákvað að fara þá leið að koma sjálfur fram í viðtali hjá hinum íhaldssama hægri manni, Tucker Carlson. Hann settist niður með Carlson á miðvikudaginn og biðlaði til dóttur sinnar.

„Ég vil bara segja við dóttur mína, Elle, ég elska þig og ég óskaði þess að ég hefði verið faðirinn, á þrítugsaldri, sem þú þurftir og sem ég klárlega var ekki. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér fyrir galla mína. Ég elska þig í heild og ég elska þig algjörlega. Ég vil bara að þú sért heilbrigð og hamingjusöm, þú og fallega barnið þitt, Lucky. Ég óska þér alls hins besta. Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega.“

King er þó ólíkleg til að taka mark á þessari afsökunarbeiðni. Hún sagði í hlaðvarpinu:

„Þú getur óskað þess eins mikið og þú getur að einhver breytist. En þú getur ekki stjórnað því hvað aðrir gera; þú getur ekki stjórnað tilfinningum annarra. Það eina sem þú stjórnar en hvernig þú bregst við og hvað þú gerir við þínar eigin tilfinningar. Og stundum sýður á mér og ég fer að sjóða upp þar til ég missi mig alveg.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg