fbpx
Föstudagur 13.september 2024
Fókus

Handtökur út af andláti Matthew Perry

Fókus
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handtökur hafa átt sér stað í rannsókn lögreglunnar í Los Angeles á andláti leikarans Matthew Perry. Frá þessu greina erlendir miðlar sem segja að handtökurnar hafi átt sér stað í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í morgun. Ekki liggur fyrir hversu margir voru handteknir en í fréttum er vísað til „fjölda fólks“. Einn hina handteknu er sagður læknir og nokkrir munu vera fíkniefnasalar.

Í aðgerðunum lagði lögregla hald á tölvur, farsíma og önnur raftæki. Rannsóknin miðar að því að upplýsa hver varð leikaranum úti um lyfin sem drógu hann til bana.

Leikarinn fannst látinn í heitum potti við heimili sitt í október og krufning leiddi í ljós að hann hann lést eftir að hafa tekið mjög stóran skammt af lyfinu ketamín. Lyfið varð til þess að hann missti meðvitund í heita pottinum og drukknaði.

Leikarinn var í meðferð við þunglyndi og kvíða þar sem hann fékk litla skammta af ketamín. Sá skammtur sem hann hafði tekið fyrir andlátið var þó langt umfram meðferðarskammt og ljóst að hann hafi fengið lyfið með ólögmætum leiðum.

Talið er að þeir sem voru handteknir í morgun hafi í sameiningu hjálpað Perry að verað sér úti um lyfið.

TMZ greinir frá því að yfirvöld hafi eins fengið leitarheimild fyrir heimili leikkonunnar Brooke Mueller, fyrrverandi eiginkona Charlie Sheen. Hún mun þó ekki hafa verið handtekin. Eins hafi lögregla leitt í ljós að fleiri þekktar stjörnur hafi tengst undirheimum Hollywood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg